Primolut N
Kvenhormón | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Noretísterón
Markaðsleyfishafi: Bayer Schering Pharma | Skráð: 1. desember, 1972
Primolut N inniheldur virka efnið noretísterón, en noretísterón er samtengt hormón sem hefur sömu áhrif í líkamanum og kvenhormónið prógesterón. Lyfið er notað við ýmsum truflunum á hormónastarfsemi og tíðum kvenna, við blæðingatruflunum, tíðateppu og einstaka sinnum til að flýta tíðablæðingum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Við blæðingatruflunum: 5 mg í senn 3svar á dag í 10 daga. Blæðingar stöðvast innan 1-3ja daga og 2-4 dögum eftir meðferð verða blæðingar. Við tíðateppu: 5 mg 1-2svar á dag í 10 daga. Til að færa tíðablæðingar til: 5 mg í senn 2-3svar á dag í mest 10-14 daga. Fyrsta taflan er tekin 3 dögum fyrir áætlaðar tíðablæðingar og blæðingar verða 2-3 dögum eftir að meðferð líkur. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir meðferð.
Verkunartími:
Um 1 sólarhringur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp fyrir þann sem gleymdist.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Án vandkvæða, en ráðlegt er að fara reglulega í skoðun. Ákveðið nánar í samráði við lækni.
Aukaverkanir
Aukaverkanir eru oftast vægar, eins og gildir um flest lyf í þessum flokki.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Blóðtappar | |||||||
Gula | |||||||
Miklir kviðverkir | |||||||
Óeðlilegar blæðingar | |||||||
Þyngdaraukning |
Milliverkanir
Jóhannesarjurt og ginseng geta haft áhrif á virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Amoxicillin Sandoz
- Amoxicillin Viatris
- Amoxicillin/Clavulanic Acid Normon
- Amoxin
- Apidra
- Azithromycin STADA
- Azitromicina Normon
- Azyter
- Cefuroxim Fresenius Kabi
- Cefuroxim Navamedic
- Ciprofloxacin Alvogen
- Ciprofloxacin Navamedic
- Clarithromycin Krka
- Clindamycin EQL Pharma
- Cotrim
- Dailiport
- Dalacin
- Decortin H
- Decutan
- Dicloxacillin Bluefish
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Eusaprim
- Flagyl
- Flucloxacillin WH
- Furadantin
- Haiprex
- Idotrim
- Ikervis
- Isotretinoin ratiopharm
- Kåvepenin
- Kåvepenin Frukt
- Keflex
- Klacid
- Lamictal
- Lamotrigin ratiopharm (Lyfjaver)
- Metronidazol Actavis
- Metronidazol Baxter Viaflo
- Metronidazol Normon
- Modigraf
- Oracea
- Orfiril
- Orfiril Retard
- Oxcarbazepin Jubilant
- Penomax
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Prograf
- Qsiva
- Rimactan
- Rivotril
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Teva
- Rosuvastatin Xiromed
- Sandimmun Neoral
- Selexid
- Síprox
- Spectracillin
- Staklox
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Topimax
- Topiramat Actavis
- Topiramate Alvogen
- Trileptal
- Trimetoprim Meda
- Warfarin Teva
- Zinacef
- Zitromax
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með háan blóðþrýsting, hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með krabbamein í legi eða brjóstum
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með mígreni
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
- þú eigir sögu um blóðtappa
- þú reykir
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með blæðingar frá fæðingarvegi af óþekktum ástæðum
Meðganga:
Lyfið skal ekki nota á meðgöngu. Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Lyfið getur valdið karlkynseinkennum hjá kvenfóstri.
Brjóstagjöf:
Lyfið má ekki taka með barn á brjósti.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.