Dalacin
Sýklalyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Klindamýcín
Markaðsleyfishafi: Pfizer | Skráð: 1. júní, 1979
Dalacin er breiðvirkt sýklalyf. Virka efnið klindamýcín hindrar próteinframleiðslu í bakteríum og hemur þar með vöxt þeirra. Klindamýcín er notað við sýkingum af völdum baktería sem eru næmar fyrir því. Lyfið er stundum notað í stað pensilíns hjá sjúklingum með pensilínofnæmi og í stað annarra sýklalyfja sem bakteríur hafa myndað ónæmi fyrir. Klindamýcín er einnig notað staðbundið við þrymlabólum eða bakteríusýkingum í leggöngum. Eins og önnur breiðvirk sýklalyf getur klindamýcín raskað eðlilegri bakteríuflóru líkamans en því getur fylgt aukin hætta á sýkingum af völdum sveppa eða baktería sem eru ónæmar fyrir lyfinu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku, útvortis áburður (lausn og fleyti), legkrem í leggöng og stungulyf í vöðva eða æð.
Venjulegar skammtastærðir:
Hylki, fullorðnir: 600-1800 mg á dag í 2-4 skömmtum. Börn: 10-30 mg á hvert kg líkamsþyngdar á dag skipt í 3-4 skammta. Hylkin takist inn með vatnsglasi. Áburður: Borið á hreina og þurra húð í þunnu lagi 2svar á dag. Legkrem: 1 stjökufylli í leggöng að kvöldi 7 daga í röð. Stungulyfið er eingöngu notað á sjúkrahúsum.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því hvar sýkingin er og hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu. Eftir inntöku nær lyfið hámarksþéttni í blóði á 45 mín.
Verkunartími:
Misjafn eftir því hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Láttu líða a.m.k. 2 klst. til næsta skammts og haltu svo áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Notaðu lyfið eins lengi og læknir segir til um eða ljúktu við skammtinn sem var úthlutaður, jafnvel þótt einkenni sýkingarinnar séu ekki lengur til staðar. Annars er hætta á því að sýkingin nái sér upp aftur og bakteríur myndi ónæmi fyrir lyfinu.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið tekinn, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda.
Langtímanotkun:
Klindamýcín er yfirleitt notað í skamman tíma í senn. Ef um langtímameðferð er að ræða, á læknirinn reglulega að láta taka blóðsýni til að athuga lifrar- og nýrnastarfsemi.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eftir inntöku eru óþægindi í meltingarvegi og koma fram hjá um 8% þeirra sem taka lyfið.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Erting, kláði | |||||||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Húðþurrkur | |||||||
Niðurgangur | |||||||
Ógleði | |||||||
Skeiðarkrem: | |||||||
Staðbundin bólga eða kláði | |||||||
Til inntöku: | |||||||
Uppköst | |||||||
Útbrot og mikill kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Útvortis lyfjaform: |
Milliverkanir
Engar milliverkanir eru þekktar við útvortis notkun eða notkun í leggöng. Eftirfarandi milliverkanir geta komið fram við inntöku lyfsins (hylki):
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Asubtela
- Cerazette
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cleodette
- Cypretyl
- Dailiport
- Depo-Provera
- Desirett
- Drovelis
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Gestrina
- Harmonet
- Jaydess
- Klacid
- Kliogest
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Melleva
- Mercilon
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Modigraf
- Nexplanon
- Novofem
- NuvaRing
- Omeprazol Actavis
- Omeprazol Alvogen (áður Omeprazol ratiopharm)
- Omeprazol Medical Valley
- Ornibel
- Ovestin
- Paxlovid
- PEDIPPI
- Postinor
- Primolut N
- Prograf
- Qlaira
- Rewellfem
- Rimactan
- Ryego
- Sporanox
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Visanne
- Vivelle Dot
- Warfarin Teva
- Yasmin
- Yasmin 28
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með eða hefur verið með sjúkdóm í þörmunum
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Hylki: Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið. Útvortis lyfjaform: Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Hylki: Skammtar eru háðir líkamsþyngd.
Eldra fólk:
Hylki: Aukin hætta er á aukaverkunum.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.