Zinacef

Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Cefúroxím

Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 1. september, 1983

Zinacef er breiðvirkt sýklalyf. Það tilheyrir flokki sýklalyfja sem kallast cefalóspórín, en lyf í þessum flokki hafa sama verkunarmáta og pensilín. Virka efnið í Zinacef er cefúroxím og hefur áhrif á margar sýklategundir, þar á meðal suma sýkla sem hafa myndað ónæmi fyrir pensilíni. Lyfið er notað við sýkingum í lungum eða brjóstholi, þvagfærum, húð og mjúkvefjum, kviðarholi. Eins og önnur breiðvirk sýklalyf getur cefúroxím raskað eðlilegri bakteríuflóru líkamans og því getur fylgt aukin hætta á sýkingum af völdum sveppa eða baktería sem eru ónæmar fyrir lyfinu. Alvarlegustu aukaverkanir cefúroxíms, eins og annarra cefalóspórína, eru mikil ofnæmisviðbrögð. Einkenni eru þau sömu og koma fram vegna pensilínofnæmis, hiti, bólgin tunga eða háls og öndunarerfiðleikar. Þeir sem hafa pensilínofnæmi eru líklegri en aðrir til þess að fá ofnæmi fyrir cefalóspórínum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyfsstofn. Fullbúið lyf er gefið sem innrennsli í æð eða í vöðva.

Venjulegar skammtastærðir:
Einstaklingsbundar og eftir sýkingu.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því hvar sýkingin er og hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.

Verkunartími:
Misjafn eftir því hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Mjög ólíklegt er að þetta gerist þar sem lyfið er gefið af heilbrigðisstarfsmanni og yfirleitt á heilbrigðisstofnun.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er gefið í ákveðinn tíma uns sýking er horfin nema ofnæmi komi upp.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Mjög ólíklegt er að þetta gerist þar sem lyfið er gefið af heilbrigðisstarfsmanni og yfirleitt á heilbrigðisstofnun.

Langtímanotkun:
Zinacef er almennt ekki notað nema í skamman tíma.


Aukaverkanir

Lyfið getur valdið ertingu á stungustað.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Meltingartruflanir, niðurgangur          
Sveppasýking í leggöngum, útferð          
Útbrot, kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Lyfið er venjulega ekki gefið í langan tíma.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni. Veikindi geta haft áhrif á hæfni til aksturs og stjórnunar véla.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.