Rosuvastatin Krka
Blóðfitulækkandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Rósúvastatín
Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 1. júlí, 2014
Lyfið Rosuvastatin Krka inniheldur virka efnið rósúvastatín og hefur blóðfitulækkandi áhrif. Það tilheyrir flokki lyfja sem hindrar myndun á kólesteróli í lifur og veldur því að kólesteról og fita í blóði minnkar. Lyfið er gefið sjúklingum sem hafa mikið kólesteról í blóði þegar breytingar á mataræði og hreyfingu hafa ekki borið tilætlaðan árangur. Halda á áfram að borða kólesterólsnautt fæði meðan á meðferð með lyfinu stendur. Lyfið hefur einnig sýnt árangur í þá veru að lækka kólesteról hjá sjúklingum með arfhreina (homozygot), ættgenga kólesterólhækkun.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
5-40 mg í senn einu sinni á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan 1-2ja vikna. Hámarkssvörun við lyfjameðferð kemur venjulega fram eftir 4ra vikna meðferð og helst eftir það. Hámarksþéttni í plasma næst um 5 klst. eftir inntöku á stökum skammti.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Minni fituneysla er hluti af meðferðinni.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni, annars er hætta á því að sjúkdómurinn versni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal strax hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Notkun lyfsins í lengri tíma getur haft áhrif á lifrarstarfsemi. Æskilegt er að fylgst sé reglulega með lifrarstarfsemi og vöðvastyrk á meðan lyfið er tekið.
Aukaverkanir
Aukaverkanir lyfsins eru venjulega vægar og tímabundnar. Tíðni þeirra er skammtaháð.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Höfuðverkur, svimi | |||||||
Kviðverkir, hægðatregða | |||||||
Ógleði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkir, eymsli og máttleysi í vöðvum | |||||||
Vöðvaverkir | |||||||
Þróttleysi |
Milliverkanir
Lyfið getur haft áhrif á sýrubindandi lyf, getnaðarvarnartöflur og hormónauppbótarmeðferðir. Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Afinitor
- Alunbrig
- Asubtela
- Braftovi
- Cerazette
- Certican
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cleodette
- Cypretyl
- Depo-Provera
- Desirett
- Drovelis
- Epidyolex
- Erleada
- Eslicarbazepine acetate STADA
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Everolimus WH
- Evorel Sequi
- Evra
- Femanest
- Gaviscon
- Gaviscon (Heilsa)
- Gestrina
- Harmonet
- Ikervis
- Imatinib Accord
- Imatinib Krka d.d.
- Jaydess
- Klacid
- Kliogest
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Lopid
- Magical Mouthwash
- Magnesia medic
- Melleva
- Mercilon
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Nexplanon
- Novofem
- NuvaRing
- Ornibel
- Ovestin
- Paxlovid
- Postinor
- Primolut N
- Qlaira
- Rennie
- Rennie (Heilsa)
- Rewellfem
- Ryego
- Sandimmun Neoral
- Scemblix
- Trisekvens
- Ursochol
- Vagidonna
- Vagifem
- Venclyxto
- Vivelle Dot
- Warfarin Teva
- Yasmin
- Yasmin 28
- Zebinix
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hafir átt við áfengisvandamál að stríða
- þú sért með vöðvakvilla (myopathy)
- þú sért kona á barneignaraldri og notir ekki viðeigandi getnaðarvörn
- þú sért eldri en 70 ára
Meðganga:
Lyfið getur valdið fósturskemmdum og því á ekki að nota það á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni. Hafa skal þó í huga að svimi getur komið fram meðan á meðferð stendur.
Áfengi:
Getur aukið líkur á lifrarvandamálum. Gæta ætti hófsemis í áfengisdrykkju.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Sjúklingur ætti þegar í stað að tilkynna lækni alla óútskýrða vöðvaverki, þróttleysi eða krampa, sérstaklega ef einnig verður vart lasleika eða hita.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.