Everolimus WH

Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Everolimus

Markaðsleyfishafi: Williams & Halls | Skráð: 8. nóvember, 2021

Everolimus WH er krabbameinslyf og er notað hjá fullorðnum til meðferðar við eftirfarandi krabbameinum: langt gengnu hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini hjá konum eftir tíðahvörf, langt gengnum æxlum sem kallast taugainnkirtlaæxli og eru upprunnin í maga, þörmum, lungum eða brisi og langt gengnu nýrnakrabbameini. Lyfið inniheldur virka efnið everolimus en það dregur úr blóðflæði til æxlis og hægir þannig á vexti og dreifingu krabbameinsfrumna.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
10mg einu sinni á dag. Töflurnar á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni um það bil sama tíma á hverjum degi, annaðhvort alltaf með eða alltaf án matar.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki skal neyta greipaldinsafa eða greipaldins meðan á meðferð stendur.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir skammti skaltu taka næsta skammt eins og venjulega. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).

Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með líðan sjúklingsins og taka blóðprufur til að athuga fjölda blóðfrumna, fylgjast með nýrna- og lifrarstarfsemi, blóðfitu og blóðsykri.


Aukaverkanir

Aukaverkanir Everolimus WH eru margar og listinn hér að neðan er ekki tæmandi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blæðing        
Kláði          
Meltingaróþægindi, ógleði, niðurgangur          
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar      
Sár í munni          
Sýkingar        
Þorsti, aukin þvaglát          
Þreyta, lystarleysi          
Þvagtregða        
Sykursýki kemur í ljós eða versnar (tíð þvaglát, þorsti, þreyta)        

Milliverkanir

Varast skal notkun náttúrulyfsins Jóhannesarjurtar og lyfið getur haft áhrif á virkni bólusetningar. Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með mikið kólesteról í blóði
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú hafir farið í skurðaðgerð
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú sért með sýkingu

Meðganga:
Það er ekki mælt með notkun lyfsins á meðgöngu. Konur á barneignaraldri skulu nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í 8 vikur eftir að henni lýkur.

Brjóstagjöf:
Það á ekki að vera með barn á brjósti meðan á meðferð stendur og ekki í 2 vikur eftir að síðasti skammtur var tekinn.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum og unglingum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs

Áfengi:
Í litlu magni hefur áfengi ekki áhrif á virkni lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í krabbameinslækningum mega ávísa lyfinu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.