Everolimus WH
Lyf til ónæmisbælingar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Everolimus
Markaðsleyfishafi: Williams & Halls | Skráð: 8. nóvember, 2021
Everolimus WH er krabbameinslyf og er notað hjá fullorðnum til meðferðar við eftirfarandi krabbameinum: langt gengnu hormónaviðtaka-jákvæðu brjóstakrabbameini hjá konum eftir tíðahvörf, langt gengnum æxlum sem kallast taugainnkirtlaæxli og eru upprunnin í maga, þörmum, lungum eða brisi og langt gengnu nýrnakrabbameini. Lyfið inniheldur virka efnið everolimus en það dregur úr blóðflæði til æxlis og hægir þannig á vexti og dreifingu krabbameinsfrumna.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
10mg einu sinni á dag. Töflurnar á að gleypa í heilu lagi með glasi af vatni um það bil sama tíma á hverjum degi, annaðhvort alltaf með eða alltaf án matar.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.
Verkunartími:
Einstaklingsbundinn.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki skal neyta greipaldinsafa eða greipaldins meðan á meðferð stendur.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir skammti skaltu taka næsta skammt eins og venjulega. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp töflu sem gleymst hefur að taka
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Fylgjast þarf reglulega með líðan sjúklingsins og taka blóðprufur til að athuga fjölda blóðfrumna, fylgjast með nýrna- og lifrarstarfsemi, blóðfitu og blóðsykri.
Aukaverkanir
Aukaverkanir Everolimus WH eru margar og listinn hér að neðan er ekki tæmandi.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Blæðing | |||||||
Kláði | |||||||
Meltingaróþægindi, ógleði, niðurgangur | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Sár í munni | |||||||
Sýkingar | |||||||
Þorsti, aukin þvaglát | |||||||
Þreyta, lystarleysi | |||||||
Þvagtregða | |||||||
Sykursýki kemur í ljós eða versnar (tíð þvaglát, þorsti, þreyta) |
Milliverkanir
Varast skal notkun náttúrulyfsins Jóhannesarjurtar og lyfið getur haft áhrif á virkni bólusetningar. Látið lækninn eða lyfjafræðing vita um öll önnur lyf sem eru notuð, hafa nýlega verið notuð eða kynnu að verða notuð.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Akynzeo
- Atorvastatin Xiromed
- Atozet
- Candizol
- Cardil
- Clarithromycin Krka
- Diflucan
- Dronedarone STADA
- Dronedarone Teva
- Epidyolex
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fungyn
- Ikervis
- Inegy
- Isoptin Retard
- Klacid
- Lipistad
- Lopid
- Multaq
- Paxlovid
- Rimactan
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Teva
- Rosuvastatin Xiromed
- Sandimmun Neoral
- Simvastatin Actavis
- Simvastatín Alvogen
- Simvastatin Bluefish
- Sporanox
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Veraloc Retard
- Zarator
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með mikið kólesteról í blóði
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú hafir farið í skurðaðgerð
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með lifrarsjúkdóm
- þú sért með sýkingu
Meðganga:
Það er ekki mælt með notkun lyfsins á meðgöngu. Konur á barneignaraldri skulu nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í 8 vikur eftir að henni lýkur.
Brjóstagjöf:
Það á ekki að vera með barn á brjósti meðan á meðferð stendur og ekki í 2 vikur eftir að síðasti skammtur var tekinn.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum og unglingum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.
Akstur:
Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs
Áfengi:
Í litlu magni hefur áfengi ekki áhrif á virkni lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Einungis sérfræðilæknar í krabbameinslækningum mega ávísa lyfinu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.