Epidyolex
Flogaveikilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Kannabídíól
Markaðsleyfishafi: Jazz Pharmaceuticals Ireland Ltd | Skráð: 19. september, 2019
Epidyolex er flogsveikilyf sem inniheldur virka efnið kannabídíól. Epidyolex er notað ásamt klóbazami og öðrum flogaveikilyfjum til að meðhöndla flog hjá fullorðnum og börnum 2 ára eða eldri sem koma fram í tveimur mjög sjaldgæfum sjúkdómum, annars vegar Dravet heilkenni og hins vegar Lennox-Gastaut heilkenni. Epidyolex er einnig notað samhliða öðrum flogaveikilyfjum til að meðhöndla flog sem koma fram í erfðasjúkdómi sem kallast hnjóskahersli (tuberous sclerosis complex). Kannabídíól hefur krampastillandi áhrif en verkunarháttur þess er ekki að fullu þekktur.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Mixtúra til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og háðir þyngd.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Það er einstaklingsbundið og fer einnig eftir því hvor lyfið sé tekið með mat og einnig hvernig mat.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Taktu lyfið samkvæmt leiðbeiningum læknisins með eða án matar. En það þarf að gæta samræmis í töku lyfsins samhliða mat. Ef þú tekur Epidyolex með mat skaltu gæta þess að borða svipaða tegund matar í hvert sinn (t.d. með sambærilegu fituinnihaldi), ef hægt er.
Geymsla:
Geymist þar sem börn hvorki ná til né sjá. Eftir að glasið er opnað endist lyfið í 12 vikur.
Ef skammtur gleymist:
Skal taka næsta skammt á venjulegum tíma, það á ekki að tvöfalda skammt til að bæta upp fyrir þann sem gleymdist.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).
Langtímanotkun:
Virðist án vandkvæða.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hiti, þreyta | |||||||
Hósti | |||||||
Sljóleiki | |||||||
Sýkingar í öndunar- og þvagfærum | |||||||
Útbrot | |||||||
Þyngdartap | |||||||
Ógleði, lystarleysi, niðurgangur, uppköst | |||||||
Sjálfsvígshugsanir og -hegðun | |||||||
Flog koma oftar fyrir eða alvarlegt flog |
Milliverkanir
Hugsanlegar milliverkanir við önnur flogaveikilyf sem eru gefin samhliða geta komið fram. Mögulega þarf að aðlaga meðferð með kannabídíóli og/eða samhliða flogaveikilyfjum.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Atorvastatin Xiromed
- Atozet
- Bupropion Teva
- Certican
- Clarithromycin Krka
- Contalgin
- Contalgin Uno
- Dailiport
- Diacomit Lyfjaver
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Everolimus WH
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Inegy
- Klacid
- Lamictal
- Lamotrigin ratiopharm (Lyfjaver)
- Lipistad
- Lopid
- Modigraf
- Morfin Abcur
- NovoNorm
- Panodil Extra
- Prograf
- Rapamune
- Repaglinid Krka
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Teva
- Rosuvastatin Xiromed
- Simvastatin Actavis
- Simvastatín Alvogen
- Simvastatin Bluefish
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Warfarin Teva
- Wellbutrin Retard
- Wellbutrin Retard (Lyfjaver)
- Zarator
- Zyban
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með lifrarsjúkdóm
Meðganga:
Lyfið á ekki að taka á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Það á ekki að hafa barn á brjósti á meðan lyfið er tekið.
Börn:
Lyfið er ætlað fullorðnum og börnum 2 ára og eldri.
Eldra fólk:
Ekki mikið af rannsóknum til á töku lyfsins hjá 55 ára og eldri. Mögulega þarf að aðlaga skammta.
Akstur:
Kannabídíól hefur mikil áhrif á hæfni til aksturs því er ekki ráðlagt að aka eða stjórna vélum fyrr en reynsla er komin á notkun lyfsins.
Áfengi:
Kannabídíól getur valdið svefnhöfga og slævingu. Áfengi hefur einnig slævandi áhrif á miðtaugakerfið og getur þar með aukið svefnhöfga og slævingu.
Íþróttir:
Leyft í keppni.
Annað:
Einungis sérfræðilæknar í taugasjúkdómum mega ávísa Epidyolex.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.