Zebinix

Flogaveikilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Eslikarbazepín

Markaðsleyfishafi: Bial-Portela & C.S.A. | Skráð: 1. mars, 2010

Zebinix inniheldur virka efnið eslikarbazepín asetat. Zebinix tilheyrir flokki lyfja sem kallast flogaveikilyf og eru notuð til meðferðar við flogaveiki, sjúkdómi sem veldur því að viðkomandi fær endurtekin flog eða krampaköst. Zebinix er notað eitt sér (einlyfjameðferð) hjá fullorðnum sjúklingum með nýgreinda flogaveiki, með öðrum flogaveikilyfjum (viðbótarmeðferð) hjá fullorðnum sjúklingum, unglingum og börnum eldri en 6 ára sem fá flog sem hafa áhrif í hluta heilans (hlutaflog). Þessum flogum geta fylgt flog sem hafa áhrif í öllum heilanum (krampaalflog).


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur

Venjulegar skammtastærðir:
800mg-1600mg einu sinni á dag

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið

Verkunartími:
Um 5 dagar.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka töflu, taktu hana um leið og þú manst eftir henni og haltu áfram eins og venjulega. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta skyndilega að taka töflurnar. Ef þú gerir það átt þú á hættu að fá fleiri flog. Læknirinn mun ákveða hve lengi þú átt að taka Zebinix. Ef læknirinn ákveður að hætta meðferðinni með Zebinix verður skammturinn venjulega lækkaður smám saman. Það er mikilvægt að þú ljúkir meðferðinni samkvæmt ráðleggingum læknisins annars gætu einkenni þín versnað.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú fyrir slysni tekur meira af Zebinix en þú ættir að gera er hugsanlegt að þú finnir fyrir óstöðugleika eða óstöðugu göngulagi, eða að þú finnir fyrir slappleika í vöðvum í öðrum helmingi líkamans. Láttu lækni vita eða farðu strax á slysa- eða bráðadeild á sjúkrahúsi, sími eitrunarmið stöðvar Landspítala er 543 2222. Taktu lyfjaumbúðirnar með þér til þess að læknirinn viti hvað þú hefur tekið.

Langtímanotkun:
Lyfið er ætlað tl langtímanotkunar. Tilkynnt hefur verið um kvilla í beinum, þ.m.t. beinrýrð, beinþynningu og brot við notkun á flogaveikilyfjunum karbamazepíni og oxkarbazepíni, sem eru byggingafræðilega skyld. Leitaðu til læknisins eða lyfjafræðings ef þú ert í langtímameðferð með flogaveikilyfjum, hefur sögu um beinþynningu eða tekur stera.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bólga í andliti, vörum eða hálsi og öndunarerfiðleikar      
Einbeitingarerfiðleikar          
Flökurleiki, uppköst og ógleði          
Hreyfitruflanir          
Höfuðverkur, sundl, skjálfti          
Höfuðverkur, svefntruflanir          
Kyngingar-, talerfiðleikar      
Minnkuð matarlyst          

Milliverkanir

Zebinix getur dregið úr verkun hormónagetnaðarvarna svo sem pillunnar. Því er þér ráðlagt að nota virka og örugga getnaðarvörn af annarri gerð, meðan þú tekur Zebinix og til loka yfirstandandi tíðahrings þegar meðferð er hætt.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna

Meðganga:
Við meðgöngu, grun um þungun eða ef þungun er fyrirhuguð skal leita ráða hjá lækninum eða lyfjafræðingi áður en lyfið er notað. Engar upplýsingar liggja fyrir um notkun eslikarbazepíns á meðgöngu. Rannsóknir hafa sýnt aukna tíðni fæðingargalla hjá börnum kvenna sem taka flogaveikilyf. Hins vegar skal ekki gera hlé á virkri meðferð gegn flogaveiki því ef sjúkdómurinn versnar getur það skaðað bæði móðurina og ófætt barnið.

Brjóstagjöf:
Ekki hafa barn á brjósti meðan þú tekur Zebinix. Það er ekki vitað hvort það berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára

Eldra fólk:
Mælt er með lægri skömmtum fyrir 65 ára og eldri.

Akstur:
Zebinix getur valdið svima, syfju og áhrifum á sjónina hjá þér, einkum í upphafi meðferðar. Ef þú finnur fyrir þessu, ekki aka eða nota tæki eða vélar.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.