Braftovi

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Encorafenib

Markaðsleyfishafi: Pierre Fabre Pharma | Skráð: 20. september, 2018

Braftovi er krabbameinslyf sem er notað samhliða öðrum lyfjum í meðferð við húðkrabbameini (sortuæxli) og krabbameini í ristli sem að eru með sérstaka stökkbreytingu í geni sem kallast BRAF. Stökkbreytingar í BRAF-geninu geta framleitt prótein sem veldur því að krabbameinsæxlið stækkar. Virka efnið í lyfinu, encorafenib, virkar á þetta prótein sem BRAF-gen framleiðir.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Sortuæxli: 6 hylki, hvert þeirra með 75 mg, einu sinni á sólarhring (450 mg á sólarhring). Ásamt öðru lyfi, binimetinibi. Krabbamein í ristli: 4 hylki, hvert þeirra með 75 mg, einu sinni á sólarhring (300 mg á sólarhring). Ásamt öðru lyfi, cetuximabi.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki má drekka greipaldinsafa meðan á meðferð með Braftovi stendur.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka skammt af Braftovi skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því. Ef meira en 12 klst. eru liðnar síðan þú áttir að taka skammtinn sem gleymdist skaltu sleppa þeim skammti og taka þann næsta á venjulegum tíma. Síðan skaltu halda áfram að taka hylkin á sömu tímum og venjulega. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki má hætta að taka lyfið nema læknirinn gefi fyrirmæli um slíkt.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef tekin eru fleiri hylki en mælt er fyrir um, skaltu tafarlaust hafa samband við lækninn, lyfjafræðing eða hjúkrunarfræðinginn. Aukaverkanir Braftovi eins og ógleði, uppköst, ofþornun og þokusýn geta komið fram eða versnað.

Langtímanotkun:
Meðferð er haldið áfram þar til sjúklingurinn hefur ekki lengur ávinning af henni eða óásættanlegar eiturverkanir koma fram.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blæðingar        
Höfuðverkur, sundl          
Kláði, útbrot          
Ógleði, niðurgangur og hægðatregða          
Sjóntruflanir, þokusýn        
Vöðvaverkir, krampar        
Þreyta, hiti          

Milliverkanir

Lyfið getur milliverkað við jurtalyfið Jóhannesarjurt og má ekki taka lyfin saman.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með blæðingartilhneigingu
  • þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með augnsjúkdóm

Meðganga:
Braftovi er ekki ætlað til notkunar á meðgöngu. Það getur valdið skaða eða fæðingargöllum hjá ófædda barninu.

Brjóstagjöf:
Notkun Braftovi er ekki ráðlögð samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Ekki er mælt með notkun Braftovi hjá börnum og unglingum undir 18 ára aldri.

Eldra fólk:
Þarf ekki að aðlaga skammta.

Akstur:
Braftovi getur haft áhrif á hæfni þína til aksturs eða notkunar véla. Þú skalt forðast að aka eða nota vélar ef þú finnur fyrir einhverjum sjónvandamálum eða öðrum aukaverkunum sem hafa áhrif á hæfni þína til að aka eða nota vélar.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í krabbameinslækningum mega ávísa lyfinu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.