Cloxacillin Navamedic

Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Kloxacillín

Markaðsleyfishafi: Navamedic | Skráð: 9. janúar, 2020

Cloxacillin Navamedic er sýklalyf sem inniheldur virka efnið kloxacillín. Lyfið er notað til meðferðar við sýkingum af völdum stafýlókokka (klasakokka) sem mynda penicillinasa, eins og: sýkingum í húð og mjúkvefjum, bólgu í hjarta (hjartaþelsbólga), bólgu í beinmerg (bein- og mergbólgu) og blóðsýkingu. Kloxacillín tilheyrir lyfjaflokknum penicillinasa-ónæm penicillin og það virkar á bakteríurm með því að koma í veg fyrir að þær myndi eðlilega frumuveggi. Án frumuveggja deyja bakteríur fljótt.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyfs-/innrennslisstofn.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða hjúkrunarfræðingur gefur þér lyfið með inndælingu annað hvort í bláæð eða vöðva eða sem dreypi í bláæð.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir því hvar sýkingin er og hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.

Verkunartími:
Misjafn eftir því hversu næmir sýklarnir eru fyrir lyfinu.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ólíklegt er að það gerist þar sem heilbrigðisstarfsmaður gefur þér lyfið. Ef þú heldur að skammtur sé að gleymist látið vita.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er yfirleitt gefið tímabundið, fyligð leiðbeiningum læknis.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef þú hefur áhyggjur að þú hafir fengið of mikið magn skaltu strax láta lækninn, hjúkrunarfræðinginn eða lyfjafræðing vita. Einkenni ofskömmtunar eru ógleði, uppköst, niðurgangur, skert meðvitund og krampar.

Langtímanotkun:
Lyfið er venjulega aðeins gefið í skamman tíma í senn.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Ógleði, niðurgangur          
Sýkingar        
Útbrot          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Sveppasýking í munni og leggöngum          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir pensilínlyfjum
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með niðurgang

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í ráðlögðum skömmtum er hætta á áhrifum á barnið talin ólíkleg.

Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd og tegund sýkingar.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.