Magical Mouthwash

Munn- og tannlyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Algínsýra Álhýdroxíð Dífenhýdramín Lídókaín Natríumhýdrógenkarbónat

Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. apríl, 2015

Magical Mouthwash er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Munnskolið inniheldur m.a. difenhýdamíð og lídokain sem draga úr bólguviðbrögðum, óþægindium og deyfa sársauka í munni. Grunnurinn í munnskolinu er Gaviscon mixtúra. Munnskolið húðar jafnframt slímhúðina í munnholinu.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Munnskol

Venjulegar skammtastærðir:
Samkvæmt leiðbeiningum læknis

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki vitað en ætti að vera skjótvirkandi

Verkunartími:
Ekki vitað.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum upprunalegum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Slepptu þeim skammti sem gleymdist og taktu lyfið þegar einkenna verður vart. Ef lyfið er tekið að kvöldi fyrir svefn skaltu taka lyfið um leið og þú manst eftir því, en sleppa skammtinum ef það er ekki fyrr en daginn eftir.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafið samband við eitrunadreild Landspítala í síma 543 2222.

Langtímanotkun:
.


Aukaverkanir

Ekki vitað

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot, kláði, bjúgur        

Milliverkanir

Ekki vitað

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með skerta nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.

Brjóstagjöf:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.

Börn:
Minni skammtar eru notaðir. Mælt er með notkun mixtúru fyrir börn 2ja ára og yngri.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Magical Mouthwash er forskriftarlyf lækna. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.