Xyrem
Önnur lyf með verkun á taugakerfið | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Natríumoxybat
Markaðsleyfishafi: UCB Pharma S.A | Skráð: 1. febrúar, 2016
Xyrem inniheldur virka efnið natríumoxybat. Lyfið er notað við svefnflogum með máttleysisköstum. Svefnflog er þegar það hellist all í einu yfir fólk óstjórnleg syfja sem eiga þá í erfiðleikum með að halda sér vakandi að degi til án þekktrar undirliggjandi orsakar og sofnar jafnvel hvenær sem er eða hvar sem er, yfirleitt í 2-5 míntútur og vaknar svo endurnært. Natríumoxybat hefur bælandi áhrif á miðtaugakerfið og dregur úr óhóflegri syfju og máttleysisköstum yfir daginn, og hefur áhrif á svefnmunstur með því að draga úr brotakenndum nætursvefni.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Mixtúra
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir: í byrjun 2,25 g 2svar á dag, skammtur stilltur smám, í mest 4,5 g 2svar á dag. Börn eldri en 7 ára: 0,2g á hvert kíló líkamsþyngdar á dag sem er skipt up í 2 skammta.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksþéttni næst eftir ½-2 klst
Verkunartími:
Verkunartími ekki að fullu þekktur
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin þörf að breyta mataræði
Geymsla:
Eftir að flaskan er fyrst opnuð: 90 dagar.
Eftir þynningu í skammtabollunum á að nota blönduna innan 24 kls
Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir að taka fyrri skammtinn skaltu taka hann eins fljótt og þú manst eftir því og halda síðan lyfjatöku áfram eins og áður. Ef þú missir af seinni skammtinum skaltu sleppa honum og ekki nota Xyrem aftur fyrr en næsta kvöld. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymdist.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Einkenni sjúkdómsins geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Sjúklingar hafa sýnt mismunandi stig minnkaðrar meðvitundar sem getur sveiflast hratt milli þess að vera rugl, æsingur og mótþrói og á hinn bóginn truflun á samhæfingu. Hafið strax samband við lækni ef vart verður við þessi einkenni.
Langtímanotkun:
Engin þekkt vandamál
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Lystarleysi | |||||||
Náladofi | |||||||
Skjálfti | |||||||
Svefnhöfgi | |||||||
Svimi, jafnvægisraskanir | |||||||
Truflun á bragðskyni | |||||||
Vanlíðan | |||||||
Vöðvakrampar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Abstral
- Buprenorphine Alvogen
- Contalgin
- Contalgin Uno
- Fentanyl Actavis
- Fentanyl Alvogen
- Hydromorphone Hydrochloride Injection USP
- Leptanal
- Metadon 2care4
- Metadon Abcur
- Morfin Abcur
- Norspan
- Oxikodon Depot Actavis
- Oxycodone Alvogen
- Oxycodone/Naloxone Alvogen
- OxyContin Depot
- OxyNorm
- OxyNorm Dispersa
- Parkódín
- Parkódín forte
- Pethidine BP
- SEM mixtúra
- Suboxone
- Targin
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
Getur haft áhrif á
- Alimemazin Evolan
- Atarax
- Benylan
- Brieka
- Buccolam
- Buronil
- Hydroxyzine Medical Valley
- Librax
- Lyrica
- Lyrica (Lyfjaver)
- Magical Mouthwash
- Midazolam Medical Valley
- Mogadon
- Nozinan
- Paradorm
- Phenergan
- Postafen
- Postafen (Heilsa)
- Pregabalin Krka
- Pregabalin Medical Valley
- Prometazin Actavis
- Risolid
- Rivotril
- SEM mixtúra
- Sobril
- Stesolid
- Tavegyl
- Truxal
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú hafir einhvern tíma misnotað lyf eða áfengi
- þú sért með efnaskiptasjúkdóm
- þú sért með einhvern lungnasjúkdóm
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
- þú sért með öndunarfærasjúkdóm
- þú sért með geðrofssjúkdóm
- þú þjáist af þunglyndi
Meðganga:
Notkun lyfsins er ekki ráðlögð á meðgöngu
Brjóstagjöf:
Lyfið á ekki að nota meðan á brjóstagjöf stendur
Börn:
Ekki fyrir börn yngri en 7 ára
Eldra fólk:
Ekki er þörf á breyttum skömmtum
Akstur:
Lyfið getur haft áhrif á aksturshæfni
Áfengi:
Ekki neyta áfengis á meðan lyfið er tekið
Íþróttir:
Lyfið er á bannlista WADA
Fíknarvandamál:
Hætta á misnotkun er vel þekkt. Ávanabinding hefur komið fyrir eftir ólöglega notkun
natríumoxybats.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.