Postafen (Heilsa)
Ofnæmislyf | Verðflokkur: G/0 | Lyfseðilsskylt. Heimilt er að selja takmarkað magn af lyfinu í lausasölu
Virkt innihaldsefni: Meklózín
Markaðsleyfishafi: CampusPharma AB | Skráð: 30. desember, 1966
Meklózín, virka efnið í Postafen, er notað við ógleði og uppköstum. Það dregur úr áhrifum histamíns í líkamanum, en histamín er boðefni sem veldur m.a. ofnæmiseinkennum. Meklózín hefur nokkuð sérhæfð áhrif á ógleði, en lítil áhrif á ofnæmiseinkenni. Lyfið er oftast notað við ferðaveiki.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn eldri en 12 ára. Við ógleði: 25 mg 2svar á dag. Við ferðaveiki: 25 mg í senn. Lyfið er tekið 1-2 klst. fyrir brottför og síðan á 12 klst. fresti ef þörf krefur.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Um 1 klst.
Verkunartími:
Um 12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki tekið að staðaldri.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hraður hjartsláttur, hjartsláttarónot | |||||||
Skapgerðarbreytingar, rugl, svefntruflanir | |||||||
Sljóleiki | |||||||
Útbrot og mikill kláði | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Lyfið eykur verkun róandi lyfja, svefnlyfja og áfengis.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Alutard SQ, birkifrjo
- Alutard SQ, derm. pter.
- Alutard SQ, hundahar
- Alutard SQ, kattahar
- Alutard SQ, vallarfoxgras
- Apomorfin PharmSwed
- Grazax
- Hypotron
- Midodrin Evolan
- Soluprick Negativ kontrol
- Soluprick Positiv kontrol
- Soluprick SQ ALK108 - Birkifrjó
- Soluprick SQ ALK225 - Vallarfoxgras
- Soluprick SQ ALK504 - Rykmaur
- Soluprick SQ ALK552 - Hrossaværur
- Soluprick SQ ALK553 - Hundahár
- Soluprick SQ ALK555 - Kattahár
- Xonvea
- Xyrem
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með gláku
- þú sért með þvagtregðu
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára án samráðs við lækni.
Eldra fólk:
Getur verið viðkvæmara fyrir sljóvgandi áhrifum lyfsins.
Akstur:
Lyfið hefur róandi áhrif og skerðir aksturshæfni. Ekki aka bíl eftir notkun lyfsins.
Áfengi:
Eykur sljóvgandi áhrif meklózíns. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.