Apomorfin PharmSwed

Dópamínörvar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Apómorfín

Markaðsleyfishafi: Anfarm Hellas S.A | Skráð: 12. nóvember, 2012

Apómorfínhýdróklóríð tilheyrir hópi lyfja sem kallast dópamínörvar, sem eru notaðar til meðferðar við Parkinsons-sjúkdómi. Ávísun lyfsins er bundin við sérfræðinga í taugasjúkdómum. Hjá einstaklingum sem hafa áður fengið meðferð við Parkinsons-sjúkdómi með levódópa og/eða öðrum dópamínörvum hjálpar það við að stytta tímann sem sjúklingur getur ekki hreyft sig („off“ ástand). Læknirinn eða hjúkrunarfræðingurinn mun aðstoða þig við að greina einkenni þess hvenær nota skuli lyfið.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Innrennslislyf, lausn (5 mg/ml).

Venjulegar skammtastærðir:
Innrennslið er gefið undir húð. Bæði magnið af Apomorfin PharmSwed sem þú skalt nota og heildarlengd tímans sem þú átt að fá lyfið á hverjum degi ráðast af persónulegum þörfum þínum. Læknirinn segir þér hve mikið af lyfinu þá átt að gefa. Skammturinn sem hentar þér best hefur verið valinn miðað við upphaflegt mat á stofu hjá sérfræðingi. Venjulegur skammtur til innrennslis á klukkustund er á milli 1 mg og 4 mg af apómorfínhýdróklóríði. Hann er yfirleitt gefinn þegar þú ert vakandi og yfirleitt er hætt áður en þú ferð að sofa. Magnið sem þú færð af apómorfínhýdróklóríði á dag skal ekki fara yfir 100 mg. Skipta skal um innrennslisstað á 12 klst. fresti.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
4-12 mínútur.

Verkunartími:
Um 1 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Nei.

Geymsla:
Geymið hettuglasið í ytri öskjunni til varnar gegn ljósi. Geymið við lægri hita en 25°C.

Ef skammtur gleymist:
Taktu það næst þegar þú þarfnast þess, ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hærri skammtar geta valdið hægum hjartslætti, miklum uppköstum, verulegri syfju og/eða öndunarerfiðleikum. Þú gætir einnig fengið aðsvif eða þig sundlað, sérstaklega þegar staðið er á fætur, vegna of lágs blóðþrýstings. Ef þú leggst niður með hátt undir fótum hjálpar það við að leiðrétta blóðþrýstinginn. Hafðu samband við lækni eða sjúkrahús til að fá ráðleggingar.


Aukaverkanir

Byrja skal að nota domperidon a.m.k. 2 dögum á undan Apomorfin PharmSwed til að koma í veg fyrir ógleði og uppköst. Ofnæmisviðbrögð sem geta verið alvarleg geta mjög sjaldan komið fram með einkennum svo sem öndunarerfiðleikum eða þyngslum fyrir brjósti, þrota á augnlokum, andliti eða vörum, þrota eða roða á tungu. Í þeim tilvikum skal láta lækni vita þegar í stað.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Blóðþrýstingsfall          
Geispar          
Hnúðar undir húð á stungustað          
Hreyfitruflanir, skjálfti          
Húðútbrot          
Mæði          
Ofskynjanir          
Ógleði, uppköst        
Rugl, ofskynjanir          
Þreyta, syfja          
Sund, aðsvif          
Blóðlýsublóðleysi          
Sáramyndum á stungustað          

Milliverkanir

Geðrofslyf geta haft hamlandi áhrif ef þau eru notuð ásamt apómorfíni. Apómorfín getur aukið blóðþrýstingslækkandi áhrif blóðþrýstingslækkandi lyfja. Auk þess að ráðlagt er að forðast gjöf apómorfíns ásamt lyfjum sem vitað er að lengja QT bilið.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með astma eða annan öndunarfærasjúkdóm
  • þú sért með lágan blóðþrýsting
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú sért með vitglöp eða Alzheimersjúkdóm
  • þú upplifir rugl, ofskynjanir eða önnur slík vandamál
  • þú ert með alvarlega ofhreyfni eða óeðlilega vöðvaspennu vegna meðferðar með levódópa

Meðganga:
Ekki skal nota Apomorfin PharmSwed á meðgöngu nema það sé bráðnauðsynlegt og í samráði við lækni.

Brjóstagjöf:
Það er ekki vitað hvort Apomorfin PharmSwed skilst út í brjóstamjólk. Talaðu við lækninn ef þú ert með barn á brjósti eða ráðgerir að hafa barn á brjósti.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum undir 18 ára aldri.

Akstur:
Gættu sérstakrar varúðar við akstur eða notkun véla þar sem apómorfín getur valdið syfju, þ.m.t. skyndilegum svefnlotum. Hver og einn verður að leggja mat á getu sína til aksturs og starfa sem krefjast óskertrar árvekni.

Fíknarvandamál:
Láttu lækninn vita ef þú eða fjölskylda þín/umönnunaraðilar taka eftir því að þú þróar með þér hvatir eða þrár sem eru þér ekki eðlilegar eða ef þú getur ekki staðist hvatir, löngun eða freistingu að gera eitthvað sem gæti valdið þér eða öðrum skaða. Þessi hegðun kallast hvataröskun og getur falið í sér spilafíkn, ofát eða mikla eyðslu, óeðlilega mikla kynhvöt eða aukningu á kynferðislegum hugsunum og tilfinningum. Læknirinn gæti þurft að aðlaga skammtinn eða stöðva notkun lyfsins.Sumir sjúklingar fá fíknieinkenni sem valda löngun í stóra skammta af Apomorfin PharmSwed og öðrum lyfjum sem eru notuð til að meðhöndla Parkinsons-sjúkdóm.

Annað:
Mikilvægt er að læknirinn taki hjartalínurit hjá þér og fari vel yfir öll lyf sem þú tekur inn og fari yfir sjúkdómasögu þína.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.