Hydroxyzine Medical Valley
Róandi og kvíðastillandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Hýdroxýzín
Markaðsleyfishafi: UCB Nordic | Skráð: 22. febrúar, 2022
Hydroxyzine Medical Valley, sem inniheldur virka efnið hýdroxýzín, er ofnæmislyf. Það hefur kröftuga kláðastillandi og ofnæmisbælandi verkun en virkar einnig róandi og krampastillandi. Hýdroxýzín er notað við kláða af ýmsum toga og ofnæmisviðbrögðum. Það er líka hægt að nota við hræðslutilfinningu eða spennu, fráhvarfseinkennum drykkjusýki og við óróa vegna elliglapa. Ólíkt mörgum öðrum lyfjum með róandi áhrifum er hýdroxýzín ekki talið vera vanabindandi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Ofsakláði og kláði - Fullorðnir og unglingar (≥12 ára, >40 kg), upphafsskammtur: 25-50 mg að kvöldi. Börn (≥5-11 ára, ≤40 kg): 10-25 mg að kvöldi.
Meðferð við einkennum kvíða hjá fullorðnum 10-50 mg (skipt í 2-3 staka skammta á dag).
Deiliskoran á 25 mg töflunni er eingöngu til þess að hægt sé að skipta töflunni svo auðveldara sé að
kyngja henni en ekki til þess að skipta henni í jafna skammta.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á ofnæmisviðbrögð koma fram á um 1 klst., róandi áhrif á um 15 mín.
Verkunartími:
Ónæmisbælandi áhrif: Minnst 24 klst. Róandi áhrif: Um 12 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar þess er ekki þörf lengur.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Syfja af völdum lyfsins hverfur í flestum tilfellum eftir fyrstu 2-3 daga meðferðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Munnþurrkur | |||||||
Ógleði | |||||||
Syfja | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þvagtregða |
Milliverkanir
Lyfið eykur áhrif annarra róandi lyfja.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Alphagan
- Brimonidin Bluefish
- Mirvaso
- Simbrinza
- Solifenacin Alvogen
- Solifenacin Krka
- Soltamcin
- Sufenta
- Vesicare
- Xyrem
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með hjartasjúkdóm
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með porfýríu
- þú sért með lengingu á QT bili
- þú ert með lítið af söltum í líkamanum (t.d. lág gildi kalíums eða magnesíums)
- þú ert með ofnæmi ofnæmi fyrir cetirizíni, amínófyllíni, etýlendíamíni eða öðrum píperazínafleiðum
Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Ekki má gefa börnum yngri en 5 ára Hydroxyzine Medical Valley. Yngri börn eru næmari fyrir aukaverkunum frá miðtaugakerfi, svo sem krömpum.
Eldra fólk:
Hjá öldruðum er ráðlagt að byrja meðferðina með helmingi af ráðlögðum skammti vegna lengri
verkunartíma. Velja skal eins lítinn skammt og mögulegt er við meðferð aldraðra. Hjá öldruðum er hámarksskammtur 50 mg á sólarhring
Akstur:
Lyfið getur skert athygli og viðbragðsflýti og þar með aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Eykur sljóvgandi áhrif lyfsins. Ekki er æskilegt að neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.