Pregabalin Krka

Flogaveikilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Pregabalín

Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 1. apríl, 2017

Pregabalin Medical Valley inniheldur virka innihaldasefnið pregabalín. Pregabalín tilheyrir flokki flogaveikilyfja og er notað í meðhöndlun á flogaveiki, taugaverkjum og almennri kvíðaröskun. Til meðhöndlunar á flogaveiki er lyfið notað sem viðbótarmeðferð við staðflog með eða án síðkominna alfloga og á alltaf að nota samhliða öðrum flogaveikilyfjum. Við taugaverkjum er lyfið notað við langvarandi verkjum af völdum taugaskemmda en ýmsir sjúkdómar, eins og sykursýki og ristill, geta valdið taugaverkjum. Taugaverkir geta haft töluverð áhrif á lífsgæði og minnkað bæði líkamlega og félagslega virkni. Einkenni taugaverkja geta meðal annars lýst sér með hita, sviða, slætti, sting, krampa, verk og dofa. Lyfið er einnig notað við almennri kvíðaröskun. Einkenni þess er langvarandi mikill kvíði og áhyggjur sem erfitt er að hafa stjórn og einnig getur einstaklingur með kvíðaröskun fundið fyrir þreytu, eirðarleysi, einbeitingarskorti, minnisleysi, skapstyggð og svefnörðuleikum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
150-600 mg á dag skipt niður í 2-3 skammta. Lyfið á alltaf að taka á sama tíma dag. Hylkin gleypist heil með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Getur tekið um viku eða jafnvel lengur.

Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ef fleiri en einn skammtur gleymast í röð skaltu hafa samband við lækni. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Sjúkdómseinkenni geta aftur komið fram þegar hætt er að taka lyfið, sérstaklega ef skammtar eru ekki minnkaðir smám saman. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða ef barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við höndina.

Langtímanotkun:
Takmörkuð reynsla, mönnum virðist ekki hætta búin af langvarandi notkun en hætta er á ávanabindingu.


Aukaverkanir

Alvarlegar aukaverkanir eru sjaldgæfar. Algengustu aukaverkanir lyfsins eru svefnhöfgi og sundl. Fái sjúklingur flogakast, sem tekur lyfið reglulega við flogaveiki, skal hafa samband við lækni strax.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Aukin matarlyst          
Bjúgur          
Breytt húðskyn          
Hjartsláttartruflanir, hraður hjartsláttur        
Hægðatregða, uppköst, vindgangur          
Minnkuð kynhvöt eða getuleysi          
Munnþurrkur          
Mæði        
Ósamhæfðar hreyfingar, skjálfti, tormæli          
Sjóntruflanir          
Skortur á einbeitingu, minnisleysi          
Svefnhöfgi, sundl, svimi, þreyta          
Útbrot, kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Vellíðunartilfinning, rugl, skapstyggð          
Ölvunartilfinning          

Milliverkanir

Lyfið getur aukið áhrif áfengis og róandi lyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú hafir einhvern tíma misnotað lyf eða áfengi
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Pregabalin Krka á ekki að nota á meðgöngu nema læknir hafi ráðlagt það. Konur á barneignaraldri verða að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur.

Brjóstagjöf:
Konur með barn á brjósti ættu ekki að nota Pregabalin Krka nema læknir hafi ráðlagt það.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Aukin hætta er á byltum með notkun á lyfinu hjá eldra fólki.

Akstur:
Lyfið getur skert athygli og viðbragðsflýti og þar með aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það að lyfið skerði ekki aksturshæfni.

Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið, áfengi getur aukið sljóvgandi áhrif lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.