Xylocain adrenalin
Staðdeyfilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Adrenalín Lídókaín
Markaðsleyfishafi: Astra Zeneca
Lyfið er notað til staðdeyfingar og leiðsludeyfingar. Adrenalín er æðaherpandi efni og því má ekki nota lyfið þegar deyfa á fingur, tær, getnaðarlim, nefbrodd eða eyra vegna takmarkaðs blóðflæðis til þessara svæða. Lídókaín er dæmigert staðdeyfilyf sem hindrar taugaboð. Verkun fæst fljótt og stendur lengur en ella vegna æðaherpandi verkunar adrenalíns. Staðdeyfilyf verka með því að hindra myndun og flutning taugaboða um taugar og taugaenda. Almennt gildir um staðdeyfilyf að sársauki hverfur áður en tilfinning og hreyfigeta þverr, en það er háð lyfinu sem er notað og hvar það er gefið. Xylocain adrenalin án rotvarnarefnis er notað til staðdeyfingar við tanndrátt, tannviðgerðir og minni háttar aðgerðir í tannholdi.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf.
Venjulegar skammtastærðir:
Læknir metur skammtastærðir út frá gerð deyfingar og líkamsástandi sjúklings.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Staðdeyfandi verkun lídókaíns kemur fram á nokkrum mín.
Verkunartími:
Lídókaín sjálft er skammvirkt, adrenalín lengir verkunartíma þess nokkuð.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum, varið ljósi og á svölum stað (8-15°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni. Við ofskömmtun með lídókaíni sjást einkenni frá heila, hjarta og æðakerfi. Meðferð er eftir einkennum. Of stórir skammtar af adrenalíni valda blóðþrýstingsfalli, hjartslætti, hjartsláttartruflunum, skjálfta og hræðslu.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Breytt húðskyn | |||||||
Hjartsláttartruflanir, hjartastopp | |||||||
Hægur hjartsláttur, breyting á blóðþrýstingi | |||||||
Meðvitundarleysi og krampar | |||||||
Ógleði, uppköst, sundl | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Arzotilol
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Azilect
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Bloxazoc
- Candpress Comp
- Cardosin Retard
- Carduran Retard
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cordarone
- Cosopt sine
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Dailiport
- Darazíð
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Doxazosin Krka
- Duokopt
- DuoTrav
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eucreas
- Fixopost
- Fotil forte
- Galvus
- Ganfort
- Glimeryl
- Haldol
- Haldol Depot
- Hydromed
- Klacid
- Klomipramin Viatris
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Modigraf
- Noritren
- Peratsin
- Presmin Combo
- Prograf
- Propranolol hydrochloride
- Rasagilin Krka
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sotalol Mylan
- Tambocor
- Tambocor (Heilsa)
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Trilafon dekanoat
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Xalcom
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting
- þú sért með lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki nota nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.
Börn:
Skammtar eru háðir gerð deyfingar og líkamsástandi.
Eldra fólk:
Skammtar eru háðir gerð deyfingar og líkamsástandi.
Akstur:
Lyfið getur skert hreyfigetu og samhæfni tímabundið.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Adrenalín sem gefið er með staðdeyfilyfjum er ekki bannað. Notkun þessa staðdeyfilyfs er leyfð við æfingar og í keppni.
Annað:
Varast ætti að gefa lyfið í æð. Ekki er ráðlegt að gefa lyfið í sýkt svæði.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.