Marcain adrenalin

Staðdeyfilyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Adrenalín Búpívakaín

Markaðsleyfishafi: Astra Zeneca | Skráð: 1. desember, 1982

Marcain adrenalin er ætlað til staðdeyfingar og leiðsludeyfingar, bæði á minni og stærri taugum og til utanbastsdeyfingar (epidural). Búpívakaín er með langvarandi staðdeyfiverkun og það blokkar taugaboð afturkræft með því að hafa áhrif á jónaflutning yfir taugahimnuna. Adrenalín veldur æðasamdrætti og dregur með því móti úr blóðflæði á stungustað. Helsti kostur búpívakaíns (með eða án adrenalíns) er sá hvað lengi það virkar. Við utanbastsdeyfingu er unnt að stýra vöðvalömun með því hvaða styrkleiki lyfsins er valinn. Lyfið hentar vel til samfelldrar utanbastsdeyfingar. Adrenalínið lengir verkunartímann óverulega. Staðdeyfilyf verka með því að hindra það að taugaboð myndist og flytjist um taugar og taugaenda. Almenna reglan um staðdeyfilyf er sú að sársauki hverfur áður en tilfinning og hreyfigeta þverr. Það er þó alla tíð háð lyfinu sem er notað og hvar það er gefið.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Stungulyf.

Venjulegar skammtastærðir:
Læknir metur skammtastærðir út frá gerð deyfingar og líkamsástandi sjúklings.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Staðdeyfandi verkun kemur fram á nokkrum mín.

Verkunartími:
Misjafnt eftir staðsetningu, 2-8 klst.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum, varið ljósi og á svölum stað (8-15°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa.

Ef skammtur gleymist:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Samstundis skal stöðva gjöf staðdeyfilyfsins ef einkenni bráðrar eitrunar koma fram. Helstu einkenni eru breytt húðskyn í kringum munn, dofi í tungu, vönkun, ofnæm heyrn og suð fyrir eyrum. Sjóntruflanir og vöðvaskjálfti eru alvarlegri og fyrirboði almennra krampa. Krampar koma og truflun verður á eðlilegri öndun. Áhrif á hjarta og æðar geta komið fram í alvarlegri tilvikum. Öll lyf og tæki skulu vera til staðar til að bregðast við bráðatilvikum þegar lyfið er gefið. Markmið meðferðar er að viðhalda öndun, stöðva krampa og styðja blóðrás.

Langtímanotkun:
Lyfið er ekki notað að staðaldri.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Breytt húðskyn          
Hjartsláttartruflanir, hjartastopp      
Hægur hjartsláttur, breyting á blóðþrýstingi          
Meðvitundarleysi og krampar      
Ógleði, uppköst, sundl          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Þvagtregða        

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
  • þú sért með sykursýki
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki nota nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk en í venjulegum skömmtum er ólíklegt að það hafi áhrif á barnið.

Börn:
Skammtar eru háðir gerð deyfingar og líkamsástandi.

Eldra fólk:
Skammtar eru háðir gerð deyfingar og líkamsástandi.

Akstur:
Ekki aka bíl fyrr en deyfingin er farin úr líkamanum nema um minniháttar deyfingu sé að ræða. Leitaðu ráða hjá lækni sem sér um deyfinguna.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Adrenalín sem gefið er með staðdeyfilyfjum er ekki bannað. Notkun þessa staðdeyfilyfs er leyfð við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.