EpiPen
Hjartasjúkdómalyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Adrenalín
Markaðsleyfishafi: Viatris ApS | Skráð: 1. janúar, 1998
Adrenalín er efni sem er framleitt í nýrnahettum líkamans. Við áreynslu eða streitu losnar aukið magn af þessu boðefni og við finnum fyrir einkennum eins og hröðum hjartslætti, svita, ógleði, svima, erfiðleikum við öndun o.s.frv. Adrenalín er notað sem neyðarmeðferð við bráðaofnæmi hjá einstaklingum með sögu um eða þekkta áhættu fyrir ofnæmi. Bráðaofnæmi getur komið til vegna fæðu, lyfja, áreynslu, skordýrabits og ýmislegs annars. Adrenalín hefur æðaþrengjandi áhrif, það vegur því upp á móti æðavíkkuninni sem getur leitt til blóðþrýstingslækkunar við ofnæmisviðbrögð. Adrenalín veldur auk þess slökun á sléttum vöðvum í lungnaberkjum og minnkar með því öndunarerfiðleika og andþrengsli af völdum bráðaofnæmis. Auk þess dregur adrenalín úr kláða, ofsabjúg og einkennum frá meltingar- og þvagfærum vegna ofnæmislosts. Mjög mikilvægt er að nota þetta lyf rétt og fylgja notkunarleiðbeiningum til hins ýtrasta. Alltaf skal hafa samband við lækni eftir notkun lyfsins.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf í einnota áfylltum penna í vöðva.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn þyngri en 30 kg: Einn EpiPen skammtur (0,3 mg) er gefinn í vöðva við bráðaofnæmi. Börn 15-30 kg: Einn EpiPen Junior skammtur (0,15 mg). Annan skammt má gefa eftir 5-15 mín. Lyfinu á að dæla inn í utanvert læri (framanvert og til hliðar), í gegnum föt ef nauðsynlegt er. Mælt er með að nudda svæðið umhverfis stungustaðinn í um 10 sekúndur eftir inndælingu. Lyfið má alls ekki gefa í æð. Fylgja skal notkunarleiðbeiningum sem fylgja með lyfinu til hins ýtrasta.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Verkun lyfsins kemur nánast strax fram við notkun.
Verkunartími:
10-20 mín.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið er viðkvæmt fyrir ljósi og verður því að geyma það á dimmum stað í hylkinu sem fylgir því. Lausnin í pennanum á að vera litarlaus og tær. Lyfið má ekki geyma í kæli og það má ekki frjósa.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er eingöngu notað í neyð vegna bráðaofnæmis og er ekki notað að staðaldri.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er eingöngu notað í neyð vegna bráðaofnæmis og er ekki notað að staðaldri. Alltaf skal hafa samband við lækni eftir notkun lyfsins.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Leitaðu neyðarhjálpar þegar í stað. Of stórir skammtar eða röng gjöf lyfsins geta leitt til skyndilegrar hækkunar blóðþrýstings sem getur haft alvarlegar afleiðingar í för með sér.
Langtímanotkun:
Lyfið er eingöngu notað í neyð vegna bráðaofnæmis og er ekki notað að staðaldri.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Fölvi, máttleysi | |||||||
Hraður hjartsláttur, skjálfti | |||||||
Höfuðverkur, svimi | |||||||
Ógleði og uppköst | |||||||
Óróleiki, kvíði, sviti | |||||||
Öndunarerfiðleikar, hjartsláttartruflanir |
Milliverkanir
Adrenalín er venjulega gefið með mikilli varúð sjúklingum með hjartasjúkdóma. Adrenalín hemur seytingu insúlíns og hækkar því blóðsykur. Því getur reynst nauðsynlegt fyrir sykursjúka sem fá adrenalín að auka skammt af insúlíni eða öðrum sykursýkilyfjum.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Apidra
- Arzotilol
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Azilect
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Bloxazoc
- Candpress Comp
- Cardosin Retard
- Carduran Retard
- Cosopt sine
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Doxazosin Krka
- Duokopt
- DuoTrav
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eucreas
- Fixopost
- Fotil forte
- Galvus
- Ganfort
- Glimeryl
- Haldol
- Haldol Depot
- Hydromed
- Klomipramin Viatris
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Noritren
- Peratsin
- Presmin Combo
- Propranolol hydrochloride
- Rasagilin Krka
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sotalol Mylan
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Timosan Depot
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Trilafon dekanoat
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Vildagliptin/Metformin Krka
- Xalcom
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gláku
- þú sért með háþrýsting
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
- þú sért með skerta nýrnastarfsemi
- þú sért með sykursýki
- þú sért með æxli í nýrnahettum
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með lág kalíumgildi í blóði
- þú sért með há kalsíumgildi í blóði
- þú sért með æxli í blöðruhálskirtli
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Lyfið á aðeins að nota á meðgöngu ef ávinningurinn er meiri en hugsanleg áhrif á fóstur.
Brjóstagjöf:
Áhrif á brjóstmylking eru ólíkleg.
Börn:
Skammtar eru háðir líkamsþyngd.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Viðkvæmara fyrir sumum aukaverkunum lyfsins.
Akstur:
Ofnæmisviðbrögðin sjálf og aukaverkanir lyfsins geta skert aksturshæfni. Ekki aka bíl eftir gjöf lyfsins.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan lyfið er notað.
Íþróttir:
Bannað í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.