Duroferon (Heilsa)
Blóðskortslyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Járn (II)
Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 8. febrúar, 1979
Járn er snefilefni og nauðsynlegt líkamanum. Járn er í blóðinu í próteinsambandi sem kallast hemóglóbín, og það er líka að finna í öllum rauðum blóðkornum. Hemóglóbín gegnir því hlutverki að flytja súrefni til vefja líkamans og koldíoxíð frá frumum líkamans. Duroferon Duretter er notað við járnskorti og blóðleysi auk þess að vera notað sem fyrirbyggjandi gegn járnskorti hjá þunguðum konum og blóðgjöfum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Forðatöflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn eldri en 12 ára: 100-200 mg á dag. Forðatöflurnar gleypist heilar með vatnsglasi. Má hvorki brjóta þær né tyggja. Má ekki taka þær inn útafliggjandi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir sjúklingum.
Verkunartími:
12-24 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar ekki er lengur þörf fyrir það.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Lyf sem innihalda járn geta valdið eitrunum í fólki. Einkenni þess geta verið magaverkir, uppköst, niðurgangur og meðvitundartruflanir. Járnlyf eru mjög hættuleg börnum. Ef grunur leikur á eitrun skal hafa samband við lækni tafarlaust.
Langtímanotkun:
Við járnskorti er lyfið notað í nokkrar vikur, eða þar til járnbirgðir líkamans hafa verið endurnýjaðar og síðan í allt að 3 mánuði eftir það.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bólgur og verkir í vélinda | |||||||
Niðurgangur, hægðatregða, svartar hægðir | |||||||
Ógleði, magaverkir | |||||||
Útbrot á húð |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Ciprofloxacin Alvogen
- Ciprofloxacin Navamedic
- Doxycyklin EQL Pharma
- Doxylin
- Ferinject
- Monofer
- Oracea
- Síprox
- Venofer
- Venofer (Lyfjaver)
Getur haft áhrif á
- Bonviva
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Comtess
- Euthyrox
- Gaviscon
- Gaviscon (Heilsa)
- Iasibon
- Ibandronic acid Alvogen
- Ibandronic acid WH
- Levaxin
- Lymecycline Actavis
- Madopar
- Madopar Depot
- Madopar Quick "125"
- Madopar Quick "62,5"
- Magical Mouthwash
- Magnesia medic
- Mycofenolsýra Accord
- Myfenax
- Myfenax (Heilsa)
- Myfortic
- Mykofenolatmofetil Actavis
- Rennie
- Rennie (Heilsa)
- Sinemet 12,5/50
- Sinemet 25/100
- Sinemet depot mite
- Stalevo
- Stalevo (Lyfjaver)
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með blóðsjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- það séu þrengsli í vélinda eða fyrirstaða í meltingarvegi
- þú sért með meltingarfærasjúkdóm
- þú fáir endurteknar blóðgjafir
Meðganga:
Þungaðar konur mega nota lyfið.
Brjóstagjöf:
Konur með barn á brjósti mega nota lyfið.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.