Rennie (Heilsa)
Sýrubindandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Kalsíumkarbónat Magnesíumkarbónat
Markaðsleyfishafi: Bayer | Skráð: 1. apríl, 1993
Rennie er magalyf sem inniheldur blöndu tveggja saltsambanda, annars vegar kalsíumkarbónat og hins vegar magnesíumkarbónat. Þessi saltsambönd tilheyra flokki lyfja sem nefnast sýrubindandi sambönd. Sýrubindandi sambönd eru sölt sem bindast magasýru eftir inntöku og minnka virkni hennar. Sýrubindandi sambönd eru notuð við ofmyndun magasýru en hún veldur magaóþægindum, brjóstsviða og nábít. Of mikil myndun magasýru í langan tíma getur leitt til sáramyndunar í vélinda, maga og skeifugörn.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Munnsogs- og tuggutöflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
1-2 munnsogs- eða tuggutöflur eftir þörfum. Töflurnar skal tyggja, sjúga eða láta renna í munni.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið slær á einkenni, s.s. brjóstsviða og nábít á innan við 15 mín. frá inntöku.
Verkunartími:
Misjafn eftir ástandi sjúklings, en verkun ætti að haldast í minnst 1-2 klst. eftir stakan skammt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Lyfið er venjulega tekið eftir þörfum.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ef lyfið er tekið við tilfallandi einkennum má hætta töku þess þegar einkennin eru ekki lengur til staðar.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Lyfið er helst ætlað til skammtímanotkunar við tilfallandi einkennum. Ef það slær ekki á einkennin skaltu hafa samband við lækni. Langtímanotkun er þó án vandkvæða.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.
Milliverkanir
Sýrubindandi sambönd geta haft áhrif á virkni járns og lyfja eins og tetracýklíns ef þau eru tekin inn samtímis. Láttu alltaf líða 2-3 klst. milli þess sem sýrubindandi sambönd og önnur lyf eru tekin.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Allopurinol Alvogen
- Antabus
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Bonviva
- Cytotec
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Duroferon
- Duroferon (Heilsa)
- Duroferon (Lyfjaver)
- Elvanse Adult
- Euthyrox
- Gabagen
- Gabapenstad
- Gabapentin Alvogen
- Gabapentin Mylan
- Gabapentin Sandoz
- Hjartamagnýl
- Iasibon
- Ibandronic acid Alvogen
- Ibandronic acid WH
- Levaxin
- Lymecycline Actavis
- Magnesia medic
- Mycofenolsýra Accord
- Myfenax
- Myfenax (Heilsa)
- Myfortic
- Mykofenolatmofetil Actavis
- Neurontin
- Polycítra - forskriftarlyf
- Rosuvastatin Krka
- Rosuvastatin Teva
- Rosuvastatin Xiromed
- Sotalol Mylan
- Tibinide
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Volidax
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 12 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Getur ert magaslímhúð. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.