Polycítra - forskriftarlyf

Steinefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Natríum sítrat Kalíum sítrat

Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. apríl, 2014

Polycítra er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Polycítra inniheldur Kalíum sítrat og natríum sítrat en þau eru alkalíserandi efni sem þýðir það að þau hækka sýrustigið í þvagi (þvagið verður minna súrt). Þegar þessi steinefni eru tekin inn í blöndu er það meðal annars til að minnka líkur á myndun á nýrnasteinum og við efnskiptablóðsýringu hjá sjúklingum með nýrnavandamál. Mixtúran er með kirsuberjabragði.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Mixtúra til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Samkvæmt ráðleggingum læknis.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Breytt matarræði getur verið hluti af meðferð.

Geymsla:
Geymist í kæli þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Aðeins hætta töku lyfsins í samráði við lækni, annars er hætta á að sjúkdómurinn versni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Stórir skammtar geta þó valdið alvarlegum einkennum. Hafið samband við lækni eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222).


Aukaverkanir

Lyfið hefur ekki verið rannsakað með tilliti til aukaverkana. Leitaðu strax til læknis ef vart verður aukaverkana. Listinn er ekki tæmandi.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Kviðverkir, ógleði, uppköst          
Óreglulegur hjartsláttur          
Sljóleiki, þreyta, svimi          
Svartar hægðir eða blóð með hægðum          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Milliverkanir við önnur lyf hafa ekki verið rannsökuð.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með Addisonssjúkdóm
  • þú sért með háan blóðþrýsting
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með alvarlegan nýrnasjúkdóm
  • þú sért með alvarlegan hjartasjúkdóm

Meðganga:
Engar upplýsingar eru um notkun lyfsins á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Engar upplýsingar eru um notkun lyfsins meðan á brjóstagjöf stendur.

Börn:
Engar upplýsingar.

Eldra fólk:
Engar upplýsingar.

Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Innihaldsefnin eru ekki bönnuð við æfingar og í keppni.

Annað:
Polycítra er forskriftarlyf lækna. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.