Imatinib Krka d.d.

Æxlishemjandi lyf og lyf til ónæmistemprunar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Imatinib

Markaðsleyfishafi: Krka | Skráð: 18. ágúst, 2022

Imatinib Krka d.d. er lyf sem inniheldur virkt efni sem kallast imatinib. Lyfið er notað til meðferðar hjá fullorðnum og börnum við langvinnu kyrningahvítblæði (CML) og fíladelfíulitnings-jákvæðu bráðu eitilfrumuhvítblæði (Ph-jákvætt ALL). Lyfið er einnig notað til meðferðar hjá fullorðnum við mergrangvaxtarsjúkdómum/mergfrumnafjölgunarsjúkdómum (MDS/MPD), rauðkyrningagersheilkenni (HES) og/eða langvarandi rauðkyrningahvítblæði (CEL), æxli í uppistöðuvef maga og þarma (GIST) og gnúpahúðbandvefssarkmeini (DFSP). Imatinib hemur vöxt óeðlilegra frumna í þessum sjúkdómum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru msimunandi eftir sjúkdómi. 100mg-800mg á sólarhring. Gleypa skal töflurnar heilar með glasi af vatni og með mat.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einsatklingsbundið.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir einum skammti skaltu taka hann um leið og þú manst eftir því. Ef hinsvegar er næstum kominn tími á næsta skammt, skaltu sleppa skammtinum sem gleymdist. Haltu síðan áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).

Langtímanotkun:
Langtíma meðferð með imatinibi kann að tengjast skerðingu á nýrnastarfsemi.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Þær eru yfirleitt vægar eða í meðallagi miklar. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur, vökvasöfnun        
Hárlos          
Höfuðverkur, þreyta          
Óeðlilegar blæðingar og marblettir        
Ógleði, uppköst, niðurgangur, meltingartruflanir          
Stoðkerfisverkir          
Sýkingar        
Útbrot          
Þyngdarbreytingar          
Sundl, syfja          
Húðþurrkur, augnþurrkur, þurrkur í nefni.          

Milliverkanir

Lyfið gæti milliverkað við náttúrulyfið jóhannesarjurt (St. John’s wort).

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með hjarta-, lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið á ekki að taka á meðgöngu. Konum sem gætu orðið þungaðar er ráðlagt að nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og í 15 daga eftir að meðferð lýkur.

Brjóstagjöf:
Ekki hafa barn á brjósti meðan á meðferð stendur og í 15 daga eftir að meðferð lýkur því það getur verið skaðlegt fyrir barnið.

Börn:
Lyfið er ætlað börnum 2 ára og eldri við CML og Ph-jákvætt ALL.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar.

Akstur:
Þú getur fundið fyrir sundli eða syfju eða fengið þokusýn við notkun þessa lyfs. Ef þetta kemur fyrir máttu hvorki aka né nota nokkur tæki eða vélar fyrr en þetta er liðið hjá.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í krabbameinslækningum og blóðsjúkdómum mega ávísa lyfinu. Þú getur orðið viðkvæmari fyrir sól meðan á meðferð með Imatinib stendur. Það er mikilvægt að hylja húðsvæði sem eru berskjölduð fyrir sól og nota sólarvörn með háum sólvarnarstuðli (SPF).


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.