Qsiva

Lyf við offitu | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tópíramat Fentermín

Markaðsleyfishafi: Vivus B.V. | Skráð: 24. október, 2024

Qsiva er notað samhliða hitaeiningasnauðu mataræði og líkamshreyfingu til þess að auðvelda fullorðnum einstaklingum að léttast og halda þyngdinni niðri. Qsiva inniheldur tvö virk innihaldsefni sem nefnast fentermín og tópíramat, sem vinna saman að því að draga úr matarlyst.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Hylki til inntöku

Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar fara eftir líkamsþyngd og áhrifum meðferðar. Venjulegur ráðlagður skammtur er 1 hylki með 7,5 mg/46 mg af Qsiva einu sinni á dag. Taka má hylkin með eða án matar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Hitaeiningasnautt mataræði og líkamshreyfing er hluti af meðferðinni.

Geymsla:
Geymið lyfið þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ef þú gleymir skammti að morgni getur þú samt tekið hann um miðjan daginn. Slepptu skammtinum sem gleymdist ef þú manst ekki eftir honum fyrr en um eftirmiðdaginn. Síðan skaltu bíða til næsta morguns og taka þá næsta dagsskammt eins og venjulega. Ekki á að tvöfalda skammt til að bæta upp skammt sem gleymst hefur að taka. Ef þú hefur gleymt fleiri en 7 skömmtum í röð skaltu leita ráða hjá lækninum um að hefja meðferð að nýju.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Í samráði við lækni, mögulega þarf að minnka skammta smátt og smátt þar sem hætta á flogum eykst þegar meðferð með hæsta skammti (15 mg/92) er hætt skyndilega.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Skal hafa strax samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (543 2222).

Langtímanotkun:
Virðist án vandkvæða. Læknir skal fylgjast með meðferðinni og skal hætta meðferð hjá sjúklingum sem ná ekki a.m.k. 5% þyngdartapi innan 3 mánaða eftir að meðferð er hafin.


Aukaverkanir

Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Hárlos          
Hraður hjartsláttur          
Höfuðverkur, sundl          
Munnþurrkur eða augnþurrkur          
Ógleði, niðurgangur, meltingartruflanir, kviðverkir eða hægðatregða          
Þorsti          
Þreyta, svefnleysi          
Þunglyndi, kvíði, skapbreytingar          
Óeðlileg tilfinning á borð við stingi, smástingi, sviða eða dofa          

Milliverkanir

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • þú sért með einhvern augnsjúkdóm
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
  • þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með nýrnasteina
  • grunur leiki á um þungun eða hvort þú ráðgerir að verða þunguð
  • þú eigir við þunglyndi að stríða

Meðganga:
Þú mátt ekki nota lyfið ef þú ert kona sem getur orðið þunguð nema þú notir örugga getnaðarvörn meðan á meðferðinni stendur og í a.m.k. 4 vikur eftir síðasta skammt af Qsiva. Nota verður eina mjög örugga getnaðarvörn (t.d. lykkjuna) eða tvær gerðir getnaðarvarna sem bæta hvor aðra upp eins og getnaðarvarnarpillu ásamt sæðishindrandi getnaðarvörn (eins og smokk eða hettu).

Brjóstagjöf:
Brjóstagjöf er ekki ráðlögð meðan á töku Qsiva stendur.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegir skammtar hjá 70 ára og yngri. Qsiva hefur ekki verið rannsakað hjá sjúklingum sem eru eldri en 70 ára og nota skal það með varúð hjá þessum sjúklingum.

Akstur:
Forðast skal akstur eða notkun véla meðan á meðferð stendur með Qsiva ef dregið hefur úr viðbragðshæfni.

Áfengi:
Forðast skal að drekka áfengi meðan á meðferð stendur með Qsiva þar sem áfengi getur aukið líkur á aukaverkunum.

Íþróttir:
Bannað í keppni.

Fíknarvandamál:
Virka innihaldsefnið fentermín kann að auka orku eða spennu og getur því kallað á misnotkun eða fíkn.

Annað:
Einungis sérfræðilæknar í efnaskipta- og innkirtlalækningum og heimilislækningum mega ávísa lyfinu.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.