Vinorelbine Alvogen
Æxlishemjandi lyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Vínorelbín
Markaðsleyfishafi: Alvogen | Skráð: 1. október, 2019
Vinorelbine Alvogen inniheldur virka efnið vínorelbín. Vínorelbín er frumu- og æxlishemjandi lyf og tilheyrir flokki lyfja sem kallast vinca-alkalóíðar. Það er notað við lungnakrabbameini sem ekki er af smáfrumugerð og langt gengnu brjóstakrabbameini þegar önnur meðferð á ekki við. Lyfið má eingöngu nota undir eftirliti læknis með sérfræðiþekkingu í krabbmeinslyfjameðferðum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir og háðir sjúkdómnum og líkamsþyngd. Hylkin skal gleypa með vatnsglasi og taka með mat. Hylkin má hvorki tyggja né sjúga.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Ekki drekka heita drykki samtímis töku lyfsins.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum í kæli (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ekki taka skammtinn sem gleymdist. Láttu lækni alltaf vita ef skammtur gleymist.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur af lyfinu hefur verið notaður, eða barn hefur í ógáti tekið inn lyfið skal hafa
samband við lækni, sjúkrahús eða eitrunarmiðstöð (sími 543 2222). Hafið umbúðir lyfsins við
höndina.
Langtímanotkun:
Árangur meðferðarinnar er metinn reglulega af lækni.
Aukaverkanir
Aukaverkanir eru yfirleitt skammtaháðar. Samtímis notkun annara lyfja sem hafa áhrif á beinmerginn geta valdið versnun aukaverkana.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hár eða lágur blóðþrýstingur | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hjartabilun | |||||||
Hreyfitruflanir, höfuðverkur, sundl, breytt bragðskyn, aðrir taugakvillar | |||||||
Krampar | |||||||
Liðverkir, m.a. verkir í kjálka, vöðvaþrautir | |||||||
Mæði, hósti | |||||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur, lystaleysi, munnbólga, hægðatregða, vélindabólga, kyngingarörðugleikar | |||||||
Sjóntruflanir | |||||||
Skalli, húðútbrot | |||||||
Skyntaugatruflanir | |||||||
Svefnleysi | |||||||
Sýkingar (í öndunarfærunum, þvagfærunum, meltingarfærunum) | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þreyta, hiti, verkur, kuldahrollur | |||||||
Þvaglátstregða, aðrir þvagfærakvillar | |||||||
Þyngdarbreytingar |
Milliverkanir
Lyfi má ekki nota með bóluefni við gulusótt eða lifandi veikluðu bóluefni. Greipaldinsafi og Jóhannesarjurt geta haft áhrif á virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Dailiport
- Flagyl
- Grepid
- Ikervis
- Metronidazol Actavis
- Metronidazol Baxter Viaflo
- Metronidazol Normon
- Modigraf
- Persantin
- Prograf
- Rimactan
- Sandimmun Neoral
- Sporanox
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Vfend
- Voriconazole Accord
- Warfarin Teva
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú hafir fengið hjartaáfall
- þú hafir nýlega fengið mikinn niðurgang eða uppköst
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með lifrarsjúkdóm
- þú hafir verið bólusettur nýlega eða þurfir á bólusetningu að halda
- að hluti maga eða smáþarma hafi verið fjarlægður með skurðaðgerð
- þú hafir nýlega fengið sýkingu
- þú sért með slæma lungnastarfsemi
Meðganga:
Lyfið getur valdið fósturskaða. Ekki má nota lyfið á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ekki má nota lyfið á meðan á brjóstagjöf stendur.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Ekki er vitað hvort lyfið hefur áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla. Ekki skal aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Áhrif áfengis á lyfið eru ekki að fullu þekkt.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Lyfið getur haft áhrif á erfðaefnið. Konur og karlar sem stunda kynlíf skulu nota örugga getnaðarvörn meðan á meðferð stendur og 3 mánuði fram yfir hana.
Ef þú kastar upp innan 1 klst frá því þú tókst hylkið skaltu tafarlaust hafa samband við lækni og ekki taka annað hylki.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.