Stamaril
Bóluefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Gulusóttarveirur
Markaðsleyfishafi: Sanofi | Skráð: 1. janúar, 1996
Gulusótt er veirusjúkdómur sem berst með moskítóflugum og er landlægur í sumum Afríku og Suður-Ameríku ríkjum. Sjúkdómurinn getur valdið alvarlegum einkennum eins og gulu, húðblæðingum, meðvitundarleysi og jafnvel dauða en dánartíðni er mjög há. Stamaril inniheldur lifandi veiklaða gulusóttarveiru sem á að vekja upp mótefnasvörun í líkamanum án þess að fólk veikist af sjúkdómnum og veitir þannig vörn gegn honum. Það er eindregið mælt með því að fólk láti bólusetja sig við þessum sjúkdómi ef það er að ferðast á þeim svæðum þar sem sjúkdómurinn er landlægur. Í sumum löndum fær fólk ekki landvistarleyfi ef það er búið að vera að ferðast í þessum ríkjum og er ekki búið að láta bólusetja sig.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf undir húð eða í vöðva.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn eldri en 9 mánaða: Einn skammtur gefin einu sinni. Mælt er með endurbólusetningu á 10 ára fresti.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
10 dagar.
Verkunartími:
10 ár.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki frjósa.
Ef skammtur gleymist:
Á ekki við.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Á ekki við.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Á ekki við.
Langtímanotkun:
Lyfið er ekki ætlað til langtímanotkunar.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Eymsli, bólga og mar á stungustað | |||||||
Hár hiti, höfuðverkur, rugl, svefnhöfgi og hálsrígur | |||||||
Hiti og slappleiki | |||||||
Höfuðverkur | |||||||
Krampar og minnkuð hreyfigeta | |||||||
Óeðlilegar blæðingar og marblettir | |||||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Vöðvaverkir |
Milliverkanir
Lyfið má ekki blanda í sömu sprautu við önnur bóluefni. Ef nota á önnur bóluefni þarf að nota aðra stungustaði. Ekki má nota lyfið ef þú ert á ónæmisbælandi meðferð.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með blæðingasjúkdóm
- þú sért með hita eða sýkingu
- þú sért með skert ónæmiskerfi
- þú sért með ofnæmi fyrir eggjum
- þú sért með einhver vandamál varðandi hóstakirtilinn eða hvort hann hafi verið fjarlægður
- þú sért með frúktósaóþol
- þú sért HIV sýktur
Meðganga:
Ekki má gefa lyfið nema brýna nauðsyn beri til.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 mánaða. Börn á aldrinum 6 til 9 mánaða mega eingöngu fá lyfið ef brýn nauðsyn ber til.
Eldra fólk:
Einstaklingar 60 ára og eldri skulu ekki nota lyfið nema brýna nauðsyn beri til.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Adrenalín stungulyf verður að vera til staðar ef til bráðaofnæmis eða annarra ofnæmisviðbragða kemur. Bóluefnið má ekki gefa í æð.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.