Celecoxib Medical
Bólgueyðandi lyf og gigtarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Celekoxíb
Markaðsleyfishafi: Medical | Skráð: 1. maí, 2018
Celecoxib Medical er nýlegt gigtarlyf með bólgueyðandi, verkjastillandi og hitalækkandi áhrif. Eins og önnur bólgueyðandi gigtarlyf dregur virka efnið celekoxíb úr myndun prostaglandína í líkamanum, en prostaglandín hafa víðtæk áhrif í líkamanum og stjórna meðal annars bólgumyndun. Celekoxíb er sértækara en eldri lyfin og það dregur ekki eins víða úr myndun prostaglandína. Með sérhæfninni er dregið úr aukaverkunum lyfsins, sérstaklega hættu á magasári. Bólgueyðandi og verkjastillandi áhrif þess eru sambærileg við eldri lyfin. Lyfið er notað við einkennum af völdum slitgigtar og iktsýki.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
100-200 mg í senn 1-2svar á dag. Hylkin gleypist heil.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
30-60 mín. Verkun kemur seinna fram ef lyfið er tekið með mat.
Verkunartími:
12-24 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulegir ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða vart verður við óvenjuleg einkenni skal strax hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Langtímanotkun lyfsins ætti að vera án vandkvæða. Þó er ráðlegt að fara reglulega í skoðun til læknis ef þú þarft að nota lyfið lengur en í nokkra mánuði í senn.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bjúgur í útlimum | |||||||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hjartsláttarónot, háþrýstingur | |||||||
Kviðverkir, niðurgangur, meltingartruflanir, vindgangur | |||||||
Ósamhæfðar hreyfingar | |||||||
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi | |||||||
Svimi, svefnleysi | |||||||
Sýkingar í efri öndunarfærum | |||||||
Útbrot | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
- Alvofen Express
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Parapró
Getur haft áhrif á
- Activelle
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Arixtra
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Arzotilol
- Asubtela
- Atenolol Viatris
- Azarga
- Bloxazoc
- Brilique
- Candizol
- Candpress
- Candpress Comp
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cerazette
- Cleodette
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Cosopt sine
- Coversyl Novum
- Cozaar
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Cubicin
- Cypretyl
- Dabigatran Etexilate Accord
- Dabigatran etexilate Krka
- Dailiport
- Darazíð
- Daren
- Deferasirox Accord
- Desirett
- Diclomex
- Diflucan
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dimax Rapid
- Diovan
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Efexor Depot
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Entresto
- Estring
- Estrofem 1 mg
- Estrofem 2 mg
- Estrogel
- Evorel Sequi
- Evra
- Exforge
- Femanest
- Fixopost
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Fotil forte
- Fragmin
- Fungyn
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Ganfort
- Gentamicin B. Braun
- Gestrina
- Grepid
- Haldol
- Haldol Depot
- Harmonet
- Hjartamagnýl
- Hydromed
- Ikervis
- Impugan
- Jaydess
- Kairasec
- Klexane
- Kliogest
- Klomipramin Viatris
- Kyleena
- Lenzetto
- Levonorgestrel ABECE (Heilsa)
- Levonorgestrel Apofri
- Levosert
- Levosertone
- Litarex
- Logimax
- Logimax forte
- Losartan Medical Valley
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium Krka
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Losatrix
- Melleva
- Mercilon
- Methotrexate Orion
- Methotrexate Pfizer
- Metojectpen
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Mianserin Viatris (áður Mianserin Mylan)
- Microgyn
- Microstad
- Mirena
- Modifenac
- Modigraf
- Noritren
- Novofem
- NuvaRing
- Ornibel
- Paxetin
- Persantin
- Postinor
- Pradaxa
- Presmin
- Presmin Combo
- Prograf
- Propranolol hydrochloride
- Qlaira
- Ramíl
- Rewellfem
- Rimactan
- Ríson
- Risperdal
- Risperdal Consta
- Risperidon Krka
- Risperidone Teva GmbH
- Rivaroxaban WH
- Ryego
- Sandimmun Neoral
- Seloken
- Seloken ZOC
- Seroxat
- Sotalol Mylan
- Tambocor
- Tambocor (Heilsa)
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Terbinafin Actavis
- Terbinafin Medical Valley
- Ticagrelor Krka
- Timosan Depot
- Tradolan
- Tramadol Actavis
- Tramadol Krka
- Tramól-L
- Trandate
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Trisekvens
- Vagidonna
- Vagifem
- Valpress
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Valsartan Jubilant
- Valsartan Krka
- Venlafaxin Actavis
- Venlafaxin Krka
- Venlafaxin Medical Valley
- Venlafaxine Alvogen
- Venlafaxine Bluefish
- Vivelle Dot
- Warfarin Teva
- Xalcom
- Xarelto
- Yasmin
- Yasmin 28
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með magasár
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú reykir
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Í upphafi skal gefa minni skammta (200 mg á sólarhring), má svo auka í 400 mg á sólarhring.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima eða syfju. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Getur aukið ertandi áhrif lyfsins á magaslímhúð.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.