Arixtra
Segavarnarlyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Fondaparinúx
Markaðsleyfishafi: Viatris Healthcare Limited | Skráð: 1. ágúst, 2006
Arixtra er notað til að koma í veg fyrir bláæðasegarek hjá sjúklingum sem fara í stórar bæklunarskurðaðgerðir á fótum, t.d. stórar hné- eða mjaðmarskiptaaðgerðir eða vegna mjaðmarbrots. Lyfið inniheldur virka efnið fondaparinúx en það hamlar ákveðna storkuþætti í blóðinu og truflar þannig blóðstorknunarferlið. Blóðstorknun er flókið ferli sem fer af stað þegar blóð kemst í snertingu við annað yfirborð en æðaveggi. Ef hætta er á óeðlilegri blóðstorknun og myndun blóðtappa, t.d. eftir aðgerðir, þarf að nota blóðþynnandi lyf. Ef blóðtappi myndast og stíflar slagæð, kemur fram blóðþurrð og jafnvel drep í þeim vefjum sem æðin liggur til. Ef blóðtappi stíflar bláæð, myndast bjúgur og bólga í þeim vefjum sem æðin liggur frá. Blóðstorknun verður fyrir tilstilli svokallaðra storkuþátta. Storkuþættir í blóði eru margir og rétt samspil þeirra á milli er nauðsynlegt til þess að blóð storkni eðlilega.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyf undir húð.
Venjulegar skammtastærðir:
2,5 mg einu sinni á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksstyrkur í blóði næst eftir u.þ.b. 2 klst.
Verkunartími:
Um 24 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ef fleiri en einn skammtur gleymast í röð skaltu hafa samband við lækni. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Aukin hætta er á blóðtappamyndun þegar notkun lyfsins er hætt. Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum. Ef blæðingar sjást, t.d. undir húð, eða ef meðvitund skerðist skaltu leita neyðarhjálpar þegar í stað.
Langtímanotkun:
Lyfið er notað í 5-9 daga. Virkni og öryggi meðferðar með lyfinu lengur en í 9 daga hefur ekki verið staðfest.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Mæði, verkur fyrir brjósti | |||||||
Óeðlilegar blæðingar | |||||||
Svartar eða blóðugar hægðir, blóð í þvagi | |||||||
Útbrot, kláði |
Milliverkanir
Lyf sem geta aukið blæðingarhættu skal ekki gefa samtímis fondaparinúx. Náttúrulyfið ginkgo getur aukið blæðingahættu.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Alvofen Express
- Arcoxia
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Cloxabix
- Coxerit
- Coxient
- Diclomex
- Dimax Rapid
- Dynastat
- Etoricoxib Krka
- Grepid
- Hjartamagnýl
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Modifenac
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Parapró
- Persantin
- Quinine Sulphate Actavis (Afskráð mars 2019)
- Relifex
- Toradol
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Warfarin Teva
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með maga- eða skeifugarnarsár
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hafir sögu um blæðingartilhneigingu
- þú sért undir 50 kg að þyngd
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Öryggi og virkni lyfsins hjá sjúklingum yngri en 17 ára hefur ekki verið rannsakað.
Eldra fólk:
Halda skal fast við tímasetningu fyrstu innspýtingar hjá sjúklingum 75 ára eða eldri, þ.e. ekki fyrr en 6 klst. eftir að skurðaðgerð lýkur.
Akstur:
Ekki er vitað hvort lyfið skerði aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Áfengi í miklu magni getur aukið áhrif lyfsins. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Upphafsskammt skal ekki gefa fyrr en 6 klst. eftir að skurðaðgerð lýkur að því tilskildu að blæðing sé hætt.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.