Exforge
Lyf með verkun á renínangíótensín-kerfið | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Amlódipín Valsartan
Markaðsleyfishafi: Novartis Europharm | Skráð: 1. apríl, 2007
Exforge er blóðþrýstingslækkandi lyf. Það innheldur tvenns konar virk efni, valsartan og amlódipín og er ætlað sjúklingum sem ekki hafa náð nægilega mikilli blóðþrýstingslækkun með amlódipíni einu og sér eða valsartan einu og sér. Valsartan er hjartalyf sem tilheyrir flokki lyfja sem kallast angíótensín II blokkar. Það hindrar áhrif angíótensíns II sem er eitt öflugasta æðaþrengjandi efni í líkamanum. Auk æðaþrengjandi áhrifa minnkar angíótensín II vatnsútskilnað í nýrum, sem eykur rúmmál blóðs og stuðlar frekar að hækkun blóðþrýstings. Valsartan stuðlar þannig að blóðþrýstingslækkun vegna æðavíkkunar og aukins vatnsútskilnaðar. Amlódipín tilheyrir flokki lyfja sem kallast kalsíumblokkarar. Lyf í honum hindra flæði kalsíums inn í vöðvafrumur, en kalsíum er nauðsynlegt fyrir samdrátt vöðvafrumna. Vöðvafrumur í líkamanum innihalda mismikið af kalsíum og eru því ekki allar jafn mikið háðar flæði kalsíums inn í frumuna. Áhrif kalsíumblokkara beinast því að mestu við frumurnar með lítið kalsíum, eða vöðvafrumur í æðaveggjum og hjartavöðva. Kalsíumblokkarar eru síðan flokkaðir innbyrðis eftir því hvort áhrif þeirra beinast að æðum eða hjarta. Amlódipín hefur fyrst og fremst æðavíkkandi áhrif. Það víkkar bæði kransæðar og slagæðar, minnkar með því móti blóðþrýsting og eykur blóðflæði til hjartavöðva.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
1 tafla á dag. Hver tafla inniheldur 5 mg af amódipíni og 80 mg af valsartan. Takist með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan við 2 klst. og hámarkslækkun blóðþrýstings kemur fram innan 4-6 klst. eftir stakan skammt. Hámarksáhrif nást yfirleitt innan 2-4ra vikna.
Verkunartími:
A.m.k. 24 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Greipaldinsafi getur haft áhrif á útskilnað amlódipíns úr líkama.
Geymsla:
Geymist í lokuðum og upprunalegum umbúðum, varið raka, við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Algengasta aukaverkun lyfsins er bjúgur og er þessi aukaverkun skammtaháð.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bjúgur í útlimum | |||||||
Gula | |||||||
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir | |||||||
Hjartsláttarónot | |||||||
Hjartsláttartruflanir | |||||||
Höfuðverkur, svimi, þreyta | |||||||
Ógleði, kviðverkir | |||||||
Roði í andliti | |||||||
Sýkingar | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkur fyrir brjósti, mæði |
Milliverkanir
Fylgjast þarf vel með kalíumþéttni í blóði hjá þeim sjúklingum sem fá valsartan og taka kalíumsparandi þvagræsilyf eða kalíum inn aukalega. Það sama á við um önnur lyf sem geta aukið kalíum í blóði. Einnig er æskilegt að fylgjast með styrk litíums í blóði við samtímis notkun valsartans og litíumsalta. Önnur blóðþrýstingslækkandi lyf geta aukið blóðþrýstingslækkandi áhrif valsartans. Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Alvofen Express
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Arcoxia
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Arzotilol
- Aspendos
- Azarga
- Bicalutamid Medical
- Bicalutamide Accord
- Bicalutamide Alvogen
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Candizol
- Candpress Comp
- Cardil
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Cloxabix
- Cosopt sine
- Coxerit
- Coxient
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Dailiport
- Darazíð
- Diclomex
- Diflucan
- Diltiazem HCl Alvogen (áður Dilmin)
- Dimax Rapid
- Dorzolamide/Timolol Alvogen
- Duokopt
- DuoTrav
- Dynastat
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Etoricoxib Krka
- Ezetimib/Simvastatin Krka
- Fixopost
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Fotil forte
- Fungyn
- Ganfort
- Hjartamagnýl
- Hydromed
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Ikervis
- Inegy
- Inspra
- Isoptin Retard
- Kaleorid
- Kalíum Klórið
- Kaliumklorid Orifarm
- Kaliumklorid Orifarm (Lyfjaver)
- Kerendia
- Klacid
- Litarex
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Modafinil Bluefish
- Modifenac
- Modigraf
- Modiodal
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Oxcarbazepin Jubilant
- Parapró
- Paxlovid
- Presmin Combo
- Prograf
- Rimactan
- Sandimmun Neoral
- Simvastatin Actavis
- Simvastatín Alvogen
- Simvastatin Bluefish
- Spirix
- Spiron
- Sporanox
- Strefen
- Strefen (Heilsa)
- Strefen Apelsin (Heilsa)
- Strefen Honung & Citron
- Strefen Orange Sukkerfri
- Taptiqom
- Taptiqom Sine
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Timosan Depot
- Travoprost/Timolol Medical Valley
- Travoprost/Timolol STADA
- Treo
- Treo Citrus
- Treo Hindbær
- Trileptal
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Veraloc Retard
- Vfend
- Voriconazole Accord
- Xalcom
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með aðra hjartasjúkdóma
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú hafir nýlega fengið mikinn niðurgang eða uppköst
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Gæta skal varúðar við skammtahækkanir.
Akstur:
Lyfið getur valdið svima og þar með haft áhrif á aksturshæfni. Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.
Áfengi:
Áfengi getur haft óæskileg áhrif á blóðþrýsting og hjartsláttarhraða, og aukið líkur á aukaverkunum lyfsins. Ekki er æskilegt að neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.