Kalíum Klórið
Steinefni | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Kalíum
Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. apríl, 2014
Kalíum Klórið er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Kalíum er mikilvægt fyrir starfsemi frumna í líkamanum. Lyf sem innihalda kalíum eru notuð til þess að meðhöndla eða fyrirbyggja kalíumskort. Sum þvagræsandi hjartalyf eins og hýdróklórtíazíð og fúrósemíð, geta valdið auknum útskilnaði kalíums með þvagi og nauðsynlegt er að vega upp þennan missi. Það er gert með lyfjum sem innihalda kalíum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Mixtúra til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Samkvæmt leiðbeiningum læknis
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar strax að virka.
Verkunartími:
Fer eftir því hversu hratt kalíum tapast úr líkamanum.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar forsendur fyrir töku þess eru ekki lengur til staðar.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Stórir skammtar geta þó valdið alvarlegum einkennum. Hafið samband við lækni ef stórir skammtar eru teknir eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni.
Langtímanotkun:
Án vandkvæða.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar. Of stórir skammtar geta þó valdið alvarlegum einkennum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Skjálfti, hraður hjartsláttur, magaverkir |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Advagraf
- Advagraf (Heilsa)
- Advagraf (Lyfjaver)
- Amiloride / HCT Alvogen
- Candpress
- Candpress Comp
- Captopril mixtúra - forskriftarlyf
- Coversyl Novum
- Cozaar
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Dailiport
- Darazíð
- Daren
- Diovan
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril Krka
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Entresto
- Exforge
- Kairasec
- Losartan Medical Valley
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium Krka
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Losatrix
- Lymecycline Actavis
- Modigraf
- Presmin
- Presmin Combo
- Prograf
- Ramíl
- Spirix
- Spiron
- Valpress
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Valsartan Jubilant
- Valsartan Krka
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun
- þú sért með Addisonssjúkdóm
- þú sért með skerta nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með þrengsli í vélinda
Meðganga:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins á meðgöngu. Lyf sem valda kalíumskorti eru þó almennt ekki notuð á meðgöngu. Ekki taka nein lyf á fyrstu 3 mánuðum meðgöngu nema í samráði við lækni.
Brjóstagjöf:
Engin þekkt áhætta er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Kalíum Klórið er forskriftarlyf lækna. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.