Terbinafin Actavis

Sveppalyf við húðsjúkdómum | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Terbínafín

Markaðsleyfishafi: Actavis | Skráð: 1. nóvember, 2006

Terbinafin Actavis er breiðvirkt sveppalyf. Það er notað við sýkingum í tá- og fingurnöglum, á fótum og höndum og líka á útbreiddar sýkingar í húð, m.a. á búk og í nára. Virka efnið terbínafín hefur sveppadrepandi verkun. Það drepur sveppi, annars vegar með því að hindra svokallaða sterólmyndun í sveppum og hins vegar hemur það ákveðið lífsnauðsynlegt ensím í frumuhimnu sveppa. Sveppasýkingar í nöglum geta verið erfiðar viðureignar og langvinnar. Ástæðan er meðal annars sú að þrátt fyrir að meðferð sé lokið þá tekur það venjulega nokkuð langan tíma fyrir heilbrigða nögl að vaxa fram.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
250 mg á dag. Töflurnar gleypist heilar með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Misjafnt eftir tegund sýkingar og hversu alvarleg hún er.

Verkunartími:
Lyfið situr eftir í fitulagi undir húð í nokkrar vikur eftir að meðferð lýkur.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Taktu lyfið svo lengi sem læknir segir fyrir um. Hætti lyfjatöku of snemma aukast líkur á því að sýkingin nái sér aftur á strik.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef barn notar lyfið, notaðir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Án vandkvæða. Lyfið er venjulega notað í nokkrar vikur og allt upp í 6 mánuði.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Gula          
Höfuðverkur          
Kviðverkir, niðurgangur og meltingartruflanir          
Mettunartilfinning, lystarleysi          
Ógleði          
Útbrot, kláði          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      

Milliverkanir

Samtímis notkun þessa lyfs og getnaðarvarnarlyfja getur valdið tíðatruflunum.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með psoríasis
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk og getur haft áhrif á barnið.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum 17 ára og yngri.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.