Cubicin
Sýklalyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Daptomýcín
Markaðsleyfishafi: Merck Sharp & Dohme | Skráð: 17. febrúar, 2006
Cubicin er sýklalyf sem inniheldur virka efnið daptomýcín. Lyfið er notað hjá fullorðnum og börnum frá 1 árs við sýkingum í húð, sýkingum í mjúkvef undir húð og í blóði ef sú sýking tengist húðsýkingu. Lyfið er einnig notað hjá fullorðnum við sýkingum í hjarta af völdum bakteríunnar Staphylococcus aureus. Verkunarháttur daptomýcíns felst í bindingu við bakteríuhimnur sem að ruglar í starfsemi bakteríunnar og leiðir til dauða hennar.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyfs-/innrennslisstofn.
Venjulegar skammtastærðir:
Læknir eða hjúkrunarfræðingur mun venjulega gefa þér Cubicin. Skammturinn fer eftir líkamsþyngd og tegund sýkingar sem á að meðhöndla.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Einstaklingsbundið.
Geymsla:
Geymið lyfið í kæli (2°C – 8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef þú heldur að það hafi gleymst að gefa þér skammt látið lækni eða hjúkrunarfræðing vita.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er yfirleitt notað tímabundið.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ólíklegt þar sem heilbrigðisstarfsmaður gefur þér lyfið.
Langtímanotkun:
Lyfið er yfirleitt notað tímabundið.
Aukaverkanir
Eins og við á um öll lyf getur þetta lyf valdið aukaverkunum en það gerist þó ekki hjá öllum. Listinn hér er ekki tæmandi, sjá fylgiseðil fyrir allar aukaverkanir.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hár eða lágur blóðþrýstingur | |||||||
Hiti | |||||||
Höfuðverkur, sundl, þreyta | |||||||
Kviðverkir, niðurgangur, hægðatregða, vindgangur og ógleði | |||||||
Ofnæmisviðbrögð, útbrot, kláði og öndunarerfiðleikar | |||||||
Sveppasýking | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Vöðvaslappleiki eða vöðvaverkir | |||||||
Þvagfærasýkingar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Alvofen Express
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Celebra
- Celecoxib Actavis
- Celecoxib Medical
- Cloxabix
- Diclomex
- Dimax Rapid
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Modifenac
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Parapró
- Tobradex
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért langt yfir kjörþyngd
Meðganga:
Lyfið er ekkki vanalega notað á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Lyfið getur borist í brjóstamjólk og á því ekki að nota með barn á brjósti.
Börn:
Lyfið er ætlað 1 árs og eldri.
Eldra fólk:
Venjulegir skammtar ef að nýrnastarfsemi er í lagi.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.