Relvar Ellipta
Lyf gegn teppusjúkdómum í öndunarvegi | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Flútíkasónfúróat Vílanteról
Markaðsleyfishafi: GlaxoSmithKline | Skráð: 1. apríl, 2014
Relvar Ellipta inniheldur tvö virk efni, flútíkasónfúróat og vílanteról. Vilanteról er langvirkt astmalyf. Það veldur vöðvaslökun í lungnaberkjum, víkkar öndunarveginn og auðveldar með því móti öndun. Flútíkasónfúróat hefur öflug bólgueyðandi áhrif í lungunum með því að minnka flæði á bólgumyndandi efnum til lungnanna, en astmi er krónískur bólgusjúkdómur í lungunum. Berkjuvíkkandi áhrif vílanteróls valda því að bólgueyðandi lyfin komast betur til lungna og hafa meiri áhrif en ella. Tveir mismunandi styrkleikar fást af Relvar Ellipta: 92/22 míkróg styrkleikinn er notaður til meðferðar við langvinnri lungnateppu hjá fullorðnum og astma hjá fullorðnum og unglingum 12 ára og eldri. 184/22 míkróg styrkleikinn er notaður til meðferðar við astma hjá fullorðnum og börnum 12 ára og eldri.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Innöndunarduft.
Venjulegar skammtastærðir:
Einn innöndunarskammtur einu sinni á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Sjúklingar finna yfirleitt fyrir bættri lungnastarfsemi innan 15 mínútna.
Verkunartími:
Að minnsta kosti sólarhringur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni. Hafi astmalyf verið notað í stórum skömmtum eða í langan tíma þarf að minnka skammta smám saman áður en notkun þess er hætt.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Ef of stór skammtur var tekinn inn eða barn notar lyfið skal hafa strax samband við lækni eða eitrunarmiðstöð Landspítalans (sími 543 2222). Þú gætir fundið fyrir hraðari hjartslætti en venjulega, skjálfta eða höfuðverk.
Langtímanotkun:
Nota þarf lyfið reglulega til að ná hámarks árangri, jafnvel þótt einkenni séu ekki til staðar. Læknir þarf að fylgjast með astma til að bólgur versni ekki án þess að sjúklingur verði þess var.
Aukaverkanir
Algengasta aukaverkun astmalyfja sem innihalda flútíkasónfúróat er sveppasýking í munni. Hægt er að minnka líkur á þessu með því að skola munninn eða bursta tennurnar eftir töku lyfsins. Margar aukaverkanir lyfsins koma aðeins fram í upphafi og hverfa þegar meðferð er haldið áfram.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Hjartsláttarónot | |||||||
Hraður hjartsláttur, hjartsláttartruflanir | |||||||
Hæsi | |||||||
Höfuðverkur, skjálfti | |||||||
Sveppasýking í munni og hálsi | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Milliverkanir eru taldar ólíklegar en ekki útilokaðar.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Atenolol Viatris
- Bisbetol
- Bisoprolol Medical Valley
- Bloxazoc
- Carvedilol Alvogen (áður Carveratio)
- Carvedilol STADA
- Logimax
- Logimax forte
- Metoprolol Alvogen
- Metoprololsuccinat Hexal
- Paxlovid
- Propranolol hydrochloride
- Seloken
- Seloken ZOC
- Sotalol Mylan
- Sporanox
- Trandate
- Vfend
- Voriconazole Accord
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með hjartasjúkdóm eða háan blóðþrýsting
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með ofvirkan skjaldkirtil
- þú sért með sykursýki
- þú hafir fengið lungnasýkingu, sér í lagi ef þú hefur fengið berkla
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Ætti ekki að nota nema ávinningur sé metinn meiri en áætta
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk. Ætti ekki að nota nema ávinningur sé metinn meiri en áætta
Börn:
Ekki hefur enn verið sýnt fram á öryggi og verkun Relvar Ellipta hjá börnum yngri en 12 ára við notkun gegn astma. Notkun Relvar Ellipta við langvinnri lungnateppu hjá börnum á ekki við.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Ólíklegt er að lyfið hafi áhrif á hæfni til aksturs eða notkunar véla.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Bannað í og utan keppni. Hægt er að sækja um einfaldaða undanþágu til Undanþágunefndar Lyfjaráðs ÍSÍ.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.