Avamys
Neflyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Flútíkasónfúróat
Markaðsleyfishafi: Glaxo | Skráð: 1. apríl, 2008
Avamys nefúði er sykurvirkur barksteri sem hefur öfluga bólgueyðandi verkun. Lyfið dregur úr bólgum af völdum ofnæmis og er því notað við einkennum ofnæmiskvefs, svo sem nefstíflu, nefrennsli, ertingu í nefi, hnerra, votum augum og ertingu eða roða í augum. Ofnæmiseinkenni geta komið fram á ákveðnum árstímum og orsakast af frjókornum frá grasi eða trjám en einnig geta dýr, rykmaurar og myglusveppir valdið ofnæmiseinkennum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Nefúði.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn, eldri en 12 ára: 1-2 úðaskammtar (27,5-55 míkrógrömm) í sitthvora nös einu sinni á dag. Börn á aldrinum 6-11 ára: 1 úðaskammtur (27,5 míkrógrömm) í sitthvora nös einu sinni á dag. Hristist fyrir notkun.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Innan 8-24 klst., en hjá sumum næst ekki full verkun fyrr en nokkrum dögum eftir að notkun lyfsins er hafin.
Verkunartími:
Verkun lyfsins kemur fram 8 klst. eftir fyrstu notkun og helst í 24 klst. Engu að síður getur notkunin þurft að hafa átt sér stað í nokkra daga áður en hámarksverkun er náð.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist við stofuhita með hlífðarhettu á þar sem börn hvorki ná til né sjá. Lyfið má ekki geyma í kæli eða frjósa. Geymsluþol lyfsins er 2 mánuðir eftir að notkun hefst.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki á að tvöfalda eða bæta upp skammt sem hefur gleymst að nota.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta notkun lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Þá skal hafa samband við lækni eða lyfjafræðing. Stórir skammtar geta valdið blóðnösum. Þó eiga skammtar lítið stærri en ráðlagt er ekki að skapa vanda.
Langtímanotkun:
Ef lyfinu er ávísað á barn skal fylgjast með hæð barnsins því greint hefur verið frá vaxtarskerðinu barna sem fá langvarnandi meðferð með Avamys.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Blóðnasir | |||||||
Sáramyndun í nefi |
Milliverkanir
Aðrir sterar, m.a. til inntöku og inndælingar, útvortis á húð og í astmalyfjum, geta haft áhrif á verkun lyfsins.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með lifrarsjúkdóm
- þú sért með skerta starfsemi nýrnahettna
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum. Lyfið á ekki að nota á meðgöngu nema samkvæmt ráðleggingum læknis eða lyfjafræðings.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 6 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.