Xenical
Lyf við offitu | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Orlístat
Markaðsleyfishafi: Roche | Skráð: 1. júlí, 1999
Xenical er gefið við offitu. Orlístat, virka efni lyfsins, hindrar niðurbrot fitueininga í meltingarveginum en við það nýtist fitan ekki og skilst út með hægðum. Orlístat virkar því aðeins ef það er tekið með mat. Lyfið er gefið offitusjúklingum og þeim sem eru undir offitumörkum, en eru í áhættuhópi fyrir einhverja af fylgikvillum offitu eins og sykursýki eða hjartasjúkdómum. Áhrif orlístats eru bundin við meltingarveginn og það dreifist nær ekkert um líkamann. Lyfið þolist yfirleitt vel, aukaverkanir þess koma helst fram í upphafi meðferðar og tíðni aukaverkana lækkar með tímanum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Hylki til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
120 mg í senn 3svar á dag. Takist inn rétt fyrir, með eða rétt á eftir máltíð. Ef máltíð er fitusnauð á ekki að taka lyfið inn. Hylkin gleypist heil með vatnsglasi.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á fituinnihald hægða kemur fram á 24-48 klst. Þyngdartap kemur fram á nokkrum mánuðum. 20% þeirra sem taka lyfið léttast um 10% eða meira á einu ári.
Verkunartími:
Ef notkun lyfsins er hætt verður fituinnihald hægða eins og það var fyrir meðferð á 48-72 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Breytt mataræði og minni fituneysla er hluti af meðferð. Orlístat getur dregið úr nýtingu vítamína í fæðu og því er æskilegt að taka fjölvítamín með lyfinu.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taka má lyfið rétt fyrir máltíð, með mat eða allt að 1 klst. eftir máltíð. Ef lengra en 1 klst. líður frá máltíð skaltu sleppa þeim skammti sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar hentar.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að valda óþægindum. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skaltu hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Upplýsingar um áhrif þess að nota orlístat lengur en í 2 ár liggja ekki fyrir. Meðferð ætti því ekki að vara lengur en í 2 ár.
Aukaverkanir
Algengustu aukaverkanir lyfsins eru frá meltingarvegi og eru líklegri ef það er tekið með fituríkri máltíð. Aukaverkanir eru mestar í upphafi meðferðar en tíðni þeirra lækkar með tímanum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Gula | |||||||
Hægðavandamál | |||||||
Höfuðverkur | |||||||
Kvíði | |||||||
Óþægindi frá meltingarvegi | |||||||
Sýking í öndunarvegi og þvagrás | |||||||
Tannkvillar, tannholdskvillar | |||||||
Truflanir á tíðablæðingum | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þreyta |
Milliverkanir
Meðferð með orlístati getur hugsanlega truflað frásog fituleysanlegra vítamína (A, D, E og K).
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Cordarone
- Grepid
- Ikervis
- Lopid
- Persantin
- Sandimmun Neoral
- Warfarin Teva
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með gallteppu
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með sykursýki
- þú sért með vanfrásogsheilkenni.
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.