Firmagon
Lyf með verkun á innkirtla | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Degarelix
Markaðsleyfishafi: Ferring Lægemidler | Skráð: 1. nóvember, 2010
Degarelix virka efnið í Firmagon er samtengdur hormónablokki sem er notaður í meðferð við blöðruhálskirtilskrabbameini hjá fullorðnum karlkyns sjúklingum. Degarelix líkir eftir náttúrulegu hormóni (gónadótrópín-leysihormón, GnRH) og blokkar áhrif þess. Með því dregur degarelix tafarlaust úr magni karlhormónsins testósteróns, sem örvar blöðruhálskirtilskrabbamein.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Stungulyfsstofn og leysir, lausn
Venjulegar skammtastærðir:
Upphafsskammtur: 240 mg gefin með tveimur 120 mg inndælingum í röð undir húð.
Viðhaldsskammtur: 80 mg gefin með einni inndælingu undir húð.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Skammur tími líður þar til lyfið fer að verka.
Verkunartími:
Að minnsta kosti einn mánuður.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Vinsamlegast ræddu við lækninn ef þú telur að mánaðarlegi skammturinn hafi gleymst.
Leitaðu til læknisins ef þörf er á frekari upplýsingum um notkun lyfsins.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Vinsamlegast ræddu við lækninn ef þú telur að þú hafir fengið of stóran skammt.
Langtímanotkun:
Fylgjast skal með verkun lyfsins með því að hafa eftirlit með klínískum þáttum og plasmaþéttni mótefnavaka sem er sértækur fyrir blöðruhálskirtilinn (prostate specific antigen (PSA)). Klínískar rannsóknir hafa sýnt að lækkun á testósteróni (T) á sér stað strax eftir gjöf upphafsskammtsins og hafa 96% sjúklinga testósterónþéttni í blóðsermi sem samsvarar bælingu á starfsemi eistna (T ≤ 0,5 ng/ml) eftir þrjá daga og 100% eftir einn mánuð. Langtímameðferð með viðhaldsskammti í allt að 1 ár sýnir að 97% sjúklinga hafa viðvarandi bælingu á testósteróngildum (T ≤ 0,5 ng/ml).
Aukaverkanir
Algengar aukaverkanir lyfsins eru eymsli í brjóstum og brjóstastækkun, þróttleysi og útbrot.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Bjúgur | |||||||
Blóð í þvagi | |||||||
Blóðleysi | |||||||
Brjóstastækkun, eymsli í brjóstum | |||||||
Gula | |||||||
Hitakóf | |||||||
Hjartsláttartruflanir | |||||||
Hægðatregða | |||||||
Lystarleysi | |||||||
Meltingartruflanir, kviðverkir, vindgangur | |||||||
Ógleði | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Verkur fyrir brjósti | |||||||
Þunglyndi | |||||||
Þyngdaraukning | |||||||
Getuleysi, minnkuð kynhvöt | |||||||
Þróttleysi, sundl, syfja | |||||||
Hárlos, endurvöxtur hárs, þurr húð |
Milliverkanir
Hefur ekki verið rannsakað
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir einhverjum lyfjum
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Lyfið er ekki ætlað konum.
Brjóstagjöf:
Lyfið er ekki ætlað konum.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Þreyta og sundl eru algengar aukaverkanir sem geta haft áhrif á hæfni til aksturs og notkunar véla. Þessar aukaverkanir geta verið vegna meðferðarinnar eða áhrifa sjúkdómsins.
Áfengi:
Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.