Serdolect

Sefandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Sertindól

Markaðsleyfishafi: Lundbeck | Skráð: 1. október, 2006

Serdolect inniheldur virka efnið sertindól. Lyfið tilheyrir flokki sefandi geðlyfja og er ætlað til meðhöndlunar á geðklofa. Geðklofi er sjúkdómur sem hrjáir konur jafnt sem karlmenn og greinist yfirleitt á aldrinum 15-30 ára. Sjúkdómurinn einkennist af ranghugmyndum, sjúklingar eiga erfitt með að greina milli raunveruleika og þeirra eigin hugmynda, þeir heyra raddir, sjá ofsjónir og halda að aðrir geti lesið hugsanir þeirra. Sertindól leiðréttir ákveðið efnaójafnvægi í heila sem veldur sjúkdómseinkennum. Lyfið hindrar virkni boðefna eins og dópamíns og serótóníns í heila. Sertindól tilheyrir nýjum flokki geðlyfja sem eru efnafræðilega óskyld eldri lyfjum og valda síður aukaverkunum eins og hreyfitruflunum.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Upphafsskammtur er 4 mg sem smám saman er aukinn þar til viðhaldsskammti er náð sem oftast er á bilinu 12-20 mg. Töflurnar gleypist með vatnsglasi.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Hámarksþéttni í blóði næst 10 klst. eftir inntöku.

Verkunartími:
Nokkrir dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita og varið ljósi, þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Við langtímanotkun er hugsanlegt að sertindól valdi síðkomnum hreyfitruflunum líkt og önnur lyf af þessum flokki geta gert. Síðkomnar hreyfitruflanir lýsa sér sem ósjálfráðar hreyfingar líkamans, oftast í andlitsvöðvum. Hættan á því að þessar aukaverkanir komi fram eykst eftir því sem lyfið er notað lengur. Hreyfitruflanir geta verið óafturkræfar en oftast ganga þær til baka á nokkrum mánuðum eftir að lyfjagjöf er hætt.


Aukaverkanir

Sumar aukaverkanir koma fram í upphafi meðferðar en hverfa við áframhaldandi meðferð. Ef aukaverkanir eru mjög óþægilegar eða standa lengur en 1-2 vikur skaltu hafa samband við lækninn.

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bólga í nefi, stíflað nef          
Munnþurrkur          
Mæði          
Náladofi, óeðlileg tilfinning í húð          
Ósjálfráðar hreyfingar          
Skert meðvitund      
Svimi          
Truflun á sáðláti          
Vöðvastífni, krampar, hiti      
Þyngdaraukning, bjúgur          

Milliverkanir

Lyf sem hafa áhrif á lifrarensím geta haft áhrif á virkni sertindól.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjartasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með parkinsonsveiki
  • þú hafir fengið krampa eða sért með flogaveiki
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með lifrarsjúkdóm
  • þú sért með of lágt kalíum eða magnesíum í blóði

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.

Eldra fólk:
Minni skammtar eru oft notaðir.

Akstur:
Ekki aka bíl fyrr en reynsla er komin á það hvaða áhrif lyfið hefur.

Áfengi:
Gæta skal varúðar þegar áfengi er notað samtímis töku lyfsins.

Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.

Annað:
Í upphafi meðferðar getur þú fundið fyrir svima. Þessi einkenni hverfa við áframhaldandi meðferð.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.