Tafil
Róandi og kvíðastillandi lyf | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Alprazólam
Markaðsleyfishafi: Viatris ApS | Skráð: 1. apríl, 1987
Tafil, sem inniheldur virka efnið alprazólam, tilheyrir flokki lyfja sem kallast benzódíazepín. Lyf í þessum flokki hafa öll sama verkunarmáta, þau auka áhrif hamlandi taugaboðefnis (GABA) á vissum stöðum í heila og þau hafa öll róandi, kvíðastillandi, krampastillandi og vöðvaslakandi áhrif. Munur á benzódíazepínum felst í því hversu sérhæfð þau eru og verkunartími þeirra. Alprazólam virðist vera meira kvíðastillandi en önnur benzódíazepín. Það slær fljótt á kvíða og veldur að öllu jöfnu ekki sljóleika. Þol myndast yfirleitt við róandi áhrifum lyfsins en síður við hinum kvíðastillandi. Alprazólam raskar að einhverju leyti eðlilegu svefnmynstri á þá leið að það dregur úr draumsvefni. Þetta er þó skammtaháð, en það þýðir að breytingarnar verða meiri eftir því sem lyfjaskammtarnir eru stærri. Lyfið er notað til að meðhöndla kvíðaeinkenni hjá fullorðnum.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Töflur til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Skammtar eru einstaklingsbundnir. 0,5-1,5 mg í senn allt að 3 sinnum á dag.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Áhrif á kvíða: 1-1½ klst.
Verkunartími:
Misjafn eftir einstaklingum.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ef lyfið er tekið reglulega: Taktu lyfið ef innan við 1 klst. líður frá því að taka átti skammtinn. Annars skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar. Ef lyfið hefur verið tekið í langan tíma á ekki að hætta töku þess nema í samráði við lækni. Skammta skal minnka smám saman.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Alprazólam hentar ekki til langtímanotkunar. Lyfið er vanabindandi og fráhvarfseinkenni geta komið fram lengi eftir að notkun þess er hætt.
Aukaverkanir
Sljóleiki kemur fram hjá um 30% sjúklinga í upphafi meðferðar, en dvínar vanalega eftir nokkra daga.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Ósamhæfðar hreyfingar | |||||||
Skapgerðarbreytingar, ofskynjanir | |||||||
Sljóleiki | |||||||
Útbrot, kláði | |||||||
Öndunarbæling |
Milliverkanir
Alprazólam getur haft áhrif á getnaðarvarnarlyf til inntöku. Náttúrulyfin Jóhannesarjurt og valeriana geta dregið úr virkni lyfsins. Öll lyf sem hafa sljóvgandi áhrif á miðtaugakerfið geta aukið sljóvgandi áhrif alprazólams og ætti því að forðast að taka þau samtímis.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Adalat Oros
- Alphagan
- Antabus
- Brimonidin Bluefish
- Candizol
- Cardil
- Circadin
- Clarithromycin Alvogen
- Clarithromycin Krka
- Clozapin Medical
- Clozapine Actavis
- Cordarone
- Diacomit Lyfjaver
- Diflucan
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Diltiazem HCl Alvogen (áður Dilmin)
- Esomeprazol Actavis
- Esomeprazol Krka
- Esomeprazol Krka (Heilsa)
- Esomeprazole Jubilant
- Fluconazol Krka
- Fluconazol ratiopharm (afskráð des 2022)
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Fungyn
- Ikervis
- Klacid
- Melatonin Bluefish
- Melatonin Evolan
- Melatonin Teva
- Melatonin Vitabalans
- Míron
- Míron Smelt
- Mirtazapin Bluefish
- Mirtazapin Krka
- Mirvaso
- Nexium
- Nexium (Heilsa)
- Nexium (Lyfjaver)
- Omeprazol Actavis
- Omeprazol Alvogen (áður Omeprazol ratiopharm)
- Omeprazol Medical Valley
- Paxlovid
- PEDIPPI
- Rimactan
- Sandimmun Neoral
- Simbrinza
- Slenyto
- Sufenta
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Tibinide
- Vfend
- Voriconazole Accord
- Xonvea
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
- þú sért með öndunarfærasjúkdóm
- þú hafir einhvern tíma misnotað áfengi eða lyf
- þú takir einhver önnur lyf
- þú sért með kæfisvefn
Meðganga:
Nokkur hætta er á því að lyfið hafi áhrif á fóstur.
Brjóstagjöf:
Lyfið berst í brjóstamjólk. Þess vegna er það ekki ætlað konum með barn á brjósti.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Aukin hætta er á aukaverkunum. Minni skammtar eru notaðir
Akstur:
Lyfið getur skert athygli og viðbragðsflýti og þar með hæfni til að stjórna ökutæki. Ekki aka bíl meðan lyfið er tekið.
Áfengi:
Eykur sljóvgandi áhrif lyfsins. Ekki neyta áfengis meðan lyfið er tekið.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Fíknarvandamál:
Tafil getur verið vanabindandi. Ávanahætta er meiri eftir því sem skammtar eru stærri eða lyfið er notað í lengri tíma og hjá þeim sem hafa tilhneigingu til misnotkunar lyfja eða áfengis.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.