Florinef

Barksterar | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Flúdrókortisón

Markaðsleyfishafi: Aspen Pharma | Skráð: 1. desember, 1972

Virka efnið í lyfinu, flúdrókortisón, er barksteri með öfluga saltstera- og sykursteraverkun. Saltsterar tempra magn og jafnvægi ákveðinna efna í líkamanum, einkum natríum og kalíum, með því að örva eða letja nýru til að skilja salt úr blóði. Þetta kemur í veg fyrir það að natríumjónir tapait með þvagi og hefur líka í för með sér að blóðþrýstingur hækkar af því að vatnið helst i blóðvökvavessa. Florinef er notað við Addisonsveiki og meðfæddri nýrnahettustækkun, en þessir sjúkdómar einkennast meðal annars af lágum blóðþrýstingi sökum brenglaðrar hormónastarfsemi.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
0,05-0,3 mg á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið nær hámarksstyrk í blóði innan 2ja klst.

Verkunartími:
1-2 dagar.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Saltsnautt fæði og kalíumuppbót gæti reynst nauðsynleg. Gæta þarf þess að fá hæfilegt magn próteina í fæði.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum á köldum stað (2-8°C) þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni. Sé skammtur minnkaður of snöggt getur það valdið aukaverkunum.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef tekinn er mjög stór skammtur skal sjúklingur drekka mikið vatn og hafa samband við lækni.

Langtímanotkun:
Langtímameðferð með stórum skömmtum getur valdið aukaverkunum eins og gláku, beinþynningu, ýmsum geðrænum einkennum, t.d. svefnleysi, vellíðunarkennd, persónuleikatruflun, geðtruflun og þunglyndi. Óregla á tíðablæðingum getur komið fyrir, líka meltingartruflanir og magasár.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur          
Háþrýstingur          
Hjartabilun      
Slappleiki sökum of lágs kalíums í blóði          
Vöðvaslappleiki, krampar        

Milliverkanir

Flúdrókortisón getur haft áhrif á þvagræsilyf sem skilja út kalíum, blóðþynningarlyf, flogaveikilyf og bólgueyðandi gigtarlyf, auk þess sem getnaðarvarnalyf geta haft áhrif á lyfið. Bólusetningar og ónæmisaðgerðir ætti að forðast samhliða meðferð á barksterum. Barksterar geta valdið blóðsykurshækkun og getur því þurft að leiðrétta skammta sykursýkilyfja.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú hafir átt við einhver geðræn vandamál að stríða
  • þú sért með flogaveiki
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú sért með vöðvaslensfár (myasthenia gravis)
  • þú takir einhver önnur lyf
  • þú sért með beinþynningu

Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins hjá þunguðum konum.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Venjulegar skammtastærðir. Nauðsynlegt er að börn séu undir reglulegu eftirliti af því að barksterar geta dregið úr vexti barna og innkirtlaframleiðslu.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir. Nauðsynlegt er að aldraðir séu undir tíðu eftirliti því aukaverkanir eins og beinþynning og háþrýstingur geta haft alvarlegar afleiðingar hjá öldruðum.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Bannað í keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.