Laxoberal (Heilsa)
Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Natríumpicosúlfat
Markaðsleyfishafi: Opella Healthcare France SAS | Skráð: 19. október, 2022
Laxoberal (Heilsa) dropar hafa hægðalosandi áhrif. Ástæður fyrir hægðatregðu geta verið ýmsar og má þar nefna of lítið magn af trefjum og vökva í fæðu, hreyfingarleysi, ýmsa sjúkdóma og lyf. Áhrifa Laxoberal gætir í ristlinum en þar örvar lyfið slímhúðina og þarmahreyfingarnar aukast. Þar með flýtir fyrir því að þarmarnir tæmast.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Dropar til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Fullorðnir og börn eldri en 10 ára: 10-20 dropar á sólarhring. Börn 4-10 ára: 5-10 dropar á sólarhring. Börn yngri en 4 ára: 1 dropi á hver 2 kg líkamsþyngdar á sólarhring. Hver dropi inniheldur 0,5 mg natríumpicosúlfat.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
6-12 klst.
Verkunartími:
Verkun gengur yfir á tiltölulega stuttum tíma. Dropana skal taka að kvöldi til ef áhrifa er óskað morguninn eftir.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við eða undir stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Hætta má töku lyfsins þegar einkenni eru ekki lengur til staðar.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef teknir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Lyfið er venjulega ekki ætlað til langtímanotkunar og þá aðeins samkvæmt læknisráði.
Aukaverkanir
Algengasta aukaverkun lyfsins er kviðverkir.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Niðurgangur | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Alkindi
- Alvofen Express
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Candpress Comp
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Decortin H
- Depo-Medrol
- Dexametason Abcur
- Dexamethasone hameln
- Dexamethasone Krka
- Dexavit
- Diclomex
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dimax Rapid
- Diprospan
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Florinef
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Hydrokortison Orion
- Hydromed
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Impugan
- Inspra
- Kenacort-T
- Klomipramin Viatris
- Lederspan
- Litarex
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Metolazon Abcur
- Modifenac
- Moventig
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Noritren
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Oropram
- Parapró
- Paxetin
- Plenadren
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Presmin Combo
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Solu-Cortef
- Solu-Medrol
- Spirix
- Spiron
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Toradol
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hafir gengist undir skurðaðgerð á maga eða þörmum
- þú sért með röskun á salt- eða vökvajafnvægi
- þú sért með teppu eða bólgu í meltingarvegi
Meðganga:
Gæta skal varúðar. Reynsla af notkun lyfsins meðal þungaðra kvenna bendir ekki til skaðlegra áhrifa.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berist í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum nema samkvæmt læknisráði.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.