CitraFleet
Hægðalyf | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Natríumpicosúlfat Magnesíumsítrat Sítrónusýra
Markaðsleyfishafi: Laboratorios Casen-Fleet | Skráð: 1. desember, 2013
CitraFleet er hægðalosandi lyf sem er gefið til undirbúnings fyrir röntgenrannsóknir, speglanir og skurðaðgerðir. Áhrifa natríumpicósúlfats gætir í ristlinum þar sem það örvar slímhúðina og þarmahreyfingarnar aukast. Þar með flýtir fyrir því að þarmarnir tæmast. Magnesíumsítrat bindur vatn í þörmunum þannig að hægðirnar verða þynnri og þarmarnir þenjast út og örva þannig þarmahreyfingar. Saman stuðla þessi tvö efni að kraftmikilli úthreinsun.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Mixtúruduft til inntöku.
Venjulegar skammtastærðir:
Lyfið er tekið inn í tveimur skömmtum, daginn fyrir rannsókn eða aðgerð, sá fyrri kl. 8 og sá seinni 6-8 klst. síðar. Fullorðnir: 1 poki í senn. Duftið skal blanda út í 150 ml af köldu vatni, hræra saman í 2-3 mín. og drekka. Meðan á tæmingu stendur skal drekka u.þ.b. 250 ml af vatni eða öðrum tærum vökva á hverri klukkustund.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Ekki að fullu þekkt.
Verkunartími:
Ekki að fullu þekktur.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Sólahring fyrir rannsókn eða aðgerð skal neyta úrgangssnauðrar fæðu.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Hafðu samband við lækni.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er notað fyrir einstaka rannsókn eða aðgerð.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni. Of stór skammtur leiðir til mikils niðurgangs.
Langtímanotkun:
Lyfið er notað fyrir einstaka rannsókn eða aðgerð.
Aukaverkanir
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Höfuðverkur, þreyta | |||||||
Krampar | |||||||
Munnþurrkur, ógleði | |||||||
Svefntruflanir | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar | |||||||
Þorsti | |||||||
Kviðverkir, þaninn kviður | |||||||
Óþægindi og verkir í endaþarmi |
Milliverkanir
Inntaka járns skal fara fram 2 klst. fyrir eða 6 klst. eftir inntök lyfsins. Sum þunglyndislyf og sefandi lyf geta haft áhrif á vökva og sölt í líkamanum.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Alkindi
- Alvofen Express
- Amiloride / HCT Alvogen
- Amitriptylin Abcur
- Anafranil
- Arthrotec
- Arthrotec Forte
- Candpress Comp
- Centyl med kaliumklorid
- Centyl mite med kaliumklorid
- Cipralex
- Cipramil
- Citalopram STADA
- Cozaar Comp
- Cozaar Comp Forte
- Darazíð
- Decortin H
- Depo-Medrol
- Dexametason Abcur
- Dexamethasone hameln
- Dexamethasone Krka
- Dexavit
- Diclomex
- Digoxin DAK (Lyfjaver)
- Dimax Rapid
- Diprospan
- Enalapril comp ratiopharm
- Enalapril HCTZ Medical Valley
- Enalapril-Hydrochlorthiazid Krka
- Eplerenon Krka
- Eplerenone Alvogen
- Eplerenone Bluefish
- Escitalopram Bluefish
- Escitalopram STADA
- Esopram
- Florinef
- Flúoxetín Actavis
- Fluoxetin Mylan
- Fluoxetin WH
- Fluoxetine Vitabalans
- Fontex
- Furix
- Furosemide Kalceks
- Gentamicin B. Braun
- Hydrokortison Orion
- Hydromed
- Ibetin
- Íbúfen
- Ibuprofen Zentiva
- Ibutrix
- ibuxin rapid
- Impugan
- Inspra
- Kenacort-T
- Klomipramin Viatris
- Lederspan
- Litarex
- Losartan/Hydrochlorothiazide Medical Valley
- Losartankalium/hydrochlorothiazid Krka
- Metolazon Abcur
- Modifenac
- Moventig
- Naproxen Viatris
- Naproxen-E Mylan
- Noritren
- Nurofen Apelsin (Heilsa)
- Nurofen Junior Appelsín
- Nurofen Junior Jarðarber
- Oropram
- Parapró
- Paxetin
- Plenadren
- Prednisolon - forskriftarlyf
- Prednisolon EQL Pharma
- Prednisolone Actavis
- Presmin Combo
- Seroxat
- Sertral
- Sertralin Bluefish
- Sertralin Krka
- Sertralin WH
- Signifor
- Solu-Cortef
- Solu-Medrol
- Spirix
- Spiron
- Tegretol
- Tegretol retard
- Tegretol Retard (Lyfjaver)
- Toradol
- Valpress Comp
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka
- Valsartan Hydrochlorothiazide Krka (Heilsa)
- Valsartan Hydroklortiazid Jubilant
- Zoloft
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með flogaveiki
- þú sért með hjartasjúkdóm
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú sért með skerta nýrnastarfsemi
- þú takir einhver önnur lyf
- þú hafir gengist undir skurðaðgerð á maga eða þörmum
- þú sért með röskun á salt- eða vökvajafnvægi
- þú sért með teppu eða bólgu í meltingarvegi
- þú sért með ógleði eða uppköst
Meðganga:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Takmörkuð reynsla er af notkun lyfsins samhliða brjóstagjöf.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 18 ára.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið getur valdið þreytu og sundli og þannig haft áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Ekki neyta áfengis meðan á meðferð stendur.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.