Metolazon Abcur

Þvagræsilyf | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Metólazon

Markaðsleyfishafi: Abcur | Skráð: 1. janúar, 2014

Metolazon Abcur er þvagræsilyf sem innheldur virka innihaldsefnið metolazon. Lyfið er notað við meðferð á bjúgi (vökvasöfnun í vef) hjá sjúklingum með nýrnasjúkdóma og sem ekki svara annarskonar meðferð.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
Í upphafi meðferðar skal skammturinn vera 2,5 mg og svo aðlaðaður að svörun hvers einstaklings

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
12 klst.

Verkunartími:
Blóðþrýstingslækkun varir í allt að 8 vikur eftir að lyfjagjöf er hætt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.

Ef skammtur gleymist:
Ekki er ástæða til að hafa áhyggjur þótt einn skammtur gleymist. Best er að taka skammtinn þegar munað er eftir honum en óæskilegt er að taka lyfið að kvöldi þar sem það getur kallað á tíð þvaglát um nóttina. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Einkenni sjúkdóms geta aftur komið fram þegar töku lyfsins er hætt. Ekki hætta töku lyfsins nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni eða spítala og fáðu hættumat og ráðgjöf ef þú hefur tekið inn of stóran skammt af lyfinu eða ef t.d. barn hefur í ógáti tekið inn lyfið. Sími eitrnunardeildar Landspítalans er 543 2222. Einkenni ofskömmtunar er þorsti, ógleði, uppköst, skynvilla, sljóleiki, vöðvakrampar og lágur blóðþrýstingur. Í alvarlegum tilfellum ofskömmtunar getur hjartsláttur orðið óreglulegur.

Langtímanotkun:
Yfirleitt án vandkvæða. Æskilegt er að fylgst sé reglulega með nýrnastarfsemi og jafnvægi salta í líkamanum.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Útbrot, kláði          

Milliverkanir

Kalíum í blóði getur hækkað ef lyfið er gefið samtímis þvagræsilyfjum sem draga úr kalíumútskilnaði. Almennt er æskilegt að fylgjast með kalíumþéttni í blóði hjá sjúklingum sem taka indapamíð.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með hjarta- eða æðasjúkdóm
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú sért með sykursýki
  • þú sért með þvagsýrugigt
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Þú ættir ekki að nota Metolazon Abcur á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Þú ættir ekki að nota Metolazon Abcur á meðgöngu.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 16 ára.

Eldra fólk:
Auknar líkur eru á aukaverkunum, minni skammtar eru oft notaðir.

Akstur:
Lyfið getum valdið breytingum á viðbrögðum sökum lækkunar á blóðþrýstingi. Því skal gæta varúðar við upphaf meðferðar.

Áfengi:
Veldur einnig auknum vökvaútskilnaði og því eru meiri líkur á vökvaskorti og timburmönnum. Æskilegt er að halda áfengisneyslu í lágmarki meðan lyfið er tekið.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.