Pevaryl
Sveppalyf við húðsjúkdómum | Verðflokkur: 0 | Lausasölulyf
Virkt innihaldsefni: Ekónazól
Markaðsleyfishafi: Trimb Healthcare | Skráð: 1. maí, 1978
Ekónazól, virka efnið í Pevaryl, hefur sveppaheftandi verkun. Það hefur áhrif á sveppategundir sem eru algengastar að valda sýkingum í húð og leggöngum. Lyfið hefur einnig áhrif á nokkrar tegundir baktería. Pevaryl er notað við sveppasýkingum í húð og á kynfærum en það hefur ekki áhrif á sveppasýkingar undir nöglum eða í hársverði. Kremið er hentugt við öllum sveppasýkingum í húð, óháð gerð þeirra eða staðsetningu. Legstílar eru notaðir við leggangabólgu og skapabólgu.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Útvortis krem og legstílar.
Venjulegar skammtastærðir:
Krem: Borið á sýkt húðsvæði kvölds og morgna. Til að fyrirbyggja endursýkingu þarf að halda meðferð áfram í 2 vikur eftir að einkenni sýkingar eru horfin. Á kynfæri: Borið á skapabarma og/eða getnaðarlim 2-3svar á dag þar til einkenni hverfa og í 3 daga til viðbótar. Legstílar: 1 stíll í senn 3 kvöld í röð.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar strax að verka en einkenni sýkingarinnar geta þó varað í einhvern tíma eftir að byrjað er að nota lyfið.
Verkunartími:
Legstílar: Um sólarhringur. Útvortis lyfjaform: 8-24 klst.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Notaðu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að nota lyfið eins og venjulega. Ekki nota tvo skammta í einu.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Lyfið er aðeins notað í tiltekinn tíma við tilfallandi sýkingu.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda. Ef notaðir eru mjög stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni.
Langtímanotkun:
Ekónazól er aðeins ætlað við tilfallandi sýkingum.
Aukaverkanir
Eins og almennt gildir um lausasölulyf eru aukaverkanir sjaldgæfar þegar farið er eftir reglum um notkun og venjulegar skammtastærðir eru notaðar.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Kláði, sviði, roði, mikill verkur | |||||||
Útbrot, bjúgur og mikill kláði |
Milliverkanir
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
- Bosulif
- Brilique
- Clopidogrel Actavis
- Clopidogrel Krka
- Grepid
- Persantin
- Ticagrelor Krka
- Warfarin Teva
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
Meðganga:
Lyfið má ekki nota á fyrsta þriðjungi meðgöngu nema samkvæmt læknisráði.
Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum yngri en 10 ára nema samkvæmt læknisráði.
Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.
Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.
Áfengi:
Áfengi hefur ekki áhrif á verkun lyfsins.
Íþróttir:
Leyft við æfingar og í keppni.
Annað:
Efni í Pevaryl legkremi og -stílum geta skemmt latexsmokka og -hettur. Varist að lyfið berist í augu.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.