Tamoxifen Mylan

Lyf með verkun á innkirtla | Verðflokkur: G | Lyfseðilsskylt

Virkt innihaldsefni: Tamoxífen

Markaðsleyfishafi: Viatris Limited | Skráð: 1. janúar, 1990

Tamoxífen er við brjóstakrabbameini. Það hindrar áhrif kvenhormónsins estrógens á krabbameinsfrumur, en estrógen getur örvað vöxt frumnanna. Tamoxífen hefur aftur á móti svipuð áhrif og estrógen á aðra vefi í líkamanum, eins og legslímhúð, bein og blóð, og veldur því ekki almennum einkennum estrógenskorts.


Notkun á lyfi

Lyfjaform:
Töflur til inntöku.

Venjulegar skammtastærðir:
10-20 mg í senn 2svar á dag.

Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar að virka nokkrum klst. eftir inntöku. Misjafnt eftir ástandi sjúklings hvenær einkenni fara að dvína.

Verkunartími:
Misjafn eftir einstaklingum en áhrif lyfsins vara í nokkra daga eftir stakan skammt.

Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Saltrík fæða er óæskileg þar sem ein af aukaverkunum lyfsins er bjúgmyndun.

Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá. Töflurnar eru viðkvæmar fyrir ljósi, hita og raka.

Ef skammtur gleymist:
Taktu lyfið um leið og þú manst eftir því. Ef stutt er til næsta skammts skaltu sleppa þeim sem gleymdist og halda áfram að taka lyfið eins og venjulega. Ekki taka tvo skammta í einu.

Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Ekki hætta að taka lyfið nema í samráði við lækni.

Ef tekinn er of stór skammtur:
Hafðu samband við lækni í öllum tilfellum.

Langtímanotkun:
Árangur meðferðarinnar er metinn reglulega af lækni.


Aukaverkanir

Aukaverkun Tíðni Leitið til læknis vegna einkenna Leitaðu strax til læknis Hættu strax töku lyfs
Algeng >1% Sjaldgæf <1% Ekki þekkt Sem eru alvarleg Í öllum tilvikum    
Bjúgur          
Blæðingar í fæðingarvegi          
Gula          
Hiti, slappleiki, lystarleysi og marblettir        
Ógleði, uppköst          
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar      
Verkur í fótum, nára eða fyrir brjósti      

Milliverkanir

Náttúrulyfið Jóhannesarjurt getur dregið úr virkni lyfsins.

Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á

Má ekki nota með

Getur haft áhrif á


Varúð

Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
  • grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
  • þú sért með langvarandi lifrar- eða nýrnasjúkdóm
  • þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
  • þú takir einhver önnur lyf

Meðganga:
Lyfið eykur líkur á fósturskaða sé það notað á meðgöngu.

Brjóstagjöf:
Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.

Börn:
Lyfið er ekki ætlað börnum.

Eldra fólk:
Venjulegar skammtastærðir.

Akstur:
Lyfið hefur ekki áhrif á aksturshæfni.

Áfengi:
Í litlum skömmtum hefur áfengi ekki áhrif á verkun lyfsins.

Íþróttir:
Bannað í og utan keppni.


Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.