Naloxonhydrochlorid - forskriftarlyf
Önnur lyf, ýmis konar | Verðflokkur: 0 | Lyfseðilsskylt
Virkt innihaldsefni: Naloxón
Markaðsleyfishafi: Forskriftarlyf lækna framleitt af Pharmarctica | Skráð: 1. apríl, 2014
Naloxonhydrochlorid er forskriftarlyf lækna. Það þýðir að ekki eru gerðar sömu kröfur um merkingu, klínískar rannsóknir eða fylgiseðil eins og til skráðra lyfja. Því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá. Naloxonhydrochlorid inniheldur virka efnið Naloxon. Naloxon er mótefni gegn opíóíðlyfjum eins og morfín, fentanýl, oxykódon, heróín, metadón og búprenorfín. Naloxon hefur mikla sækni í ópíóíðviðtaka og ryður í burtu og kemur í veg fyrir að ópíóíðarnir nái að bindast og valda verkjun. Lyfið gæti verið notað annarsvegar sem mótefni vegna ofskömmtunar ópíóíða eða hins vegar sem meðferð við aukaverkunum eða öðrum óæskilegum áhrifum ópíóíðlyfja sem kunna að koma upp við meðferð.
Notkun á lyfi
Lyfjaform:
Mixtúra.
Venjulegar skammtastærðir:
Samkvæmt ráðleggingum læknis.
Hversu langur tími líður uns verkun kemur fram:
Lyfið byrjar fljótt að virka.
Verkunartími:
Skammvirkt.
Þörf á að breyta mataræði meðan lyfið er tekið:
Engin.
Geymsla:
Geymist í lokuðum umbúðum við stofuhita þar sem börn hvorki ná til né sjá.
Ef skammtur gleymist:
Ekki taka stærri skammt ef gleymist að taka lyfið.
Hvernig á að hætta töku lyfsins:
Samkvæmt ráðleggingum frá lækni.
Ef tekinn er of stór skammtur:
Stakir skammtar sem eru litlu stærri en venjulega ættu ekki að skapa vanda, ekki er búist við að lyfið valdi ofskömmtun. Ef teknir eru stórir skammtar eða ef vart verður við einhver óvenjuleg einkenni skal hafa samband við lækni eða eitrunarmiðstöð sími:543 2222
Langtímanotkun:
Lyfið er aðeins notað í stuttan tíma.
Aukaverkanir
Lyfið hefur ekki verið rannsakað með tilliti til aukaverkana. Leitaðu strax til læknis ef vart verður aukaverkana. Eftirfarandi aukaverkanir eru taldar hugsanlegar en listinn er ekki tæmandi. Ef þú ert háður ópíóíðlyfjum getur lyfið valdið bráðum fráhvarfseinkennum.
Aukaverkun | Tíðni | Leitið til læknis vegna einkenna | Leitaðu strax til læknis | Hættu strax töku lyfs | |||
---|---|---|---|---|---|---|---|
Algeng >1% | Sjaldgæf <1% | Ekki þekkt | Sem eru alvarleg | Í öllum tilvikum | |||
Aukin svitamyndun, skjálfti | |||||||
Hiti, slappleiki, höfuðverkur | |||||||
Hraður hjartsláttur, hár blóðþrýstingur | |||||||
Kviðverkir, magaóþægindi, magakrampar | |||||||
Ógleði, uppköst, niðurgangur | |||||||
Ógleði | |||||||
Útbrot, kláði, bjúgur og öndunarerfiðleikar |
Milliverkanir
Lyfið er mótefni gegn ópíóíðum og þegar lyfið er gefið getur það valdið fráhvarfseinkennum hjá sumum einstaklingum. Vegna blokkandi eiginleika getur lyfið dregið úr verkjastillingu ópíóíða þegar það er notað sem verkjalyf.
Sjá öll lyf sem geta haft áhrif á
Má ekki nota með
Getur haft áhrif á
Varúð
Læknir sem ávísar lyfinu þarf að vita hvort
- grunur leiki á um þungun eða að þú sért með barn á brjósti
- þú sért með ofnæmi fyrir virka efninu eða einhverju hjálparefnanna
- þú takir einhver önnur lyf
Meðganga:
Látið ljósmóður eða lækni vita ef þér hefur verið gefið naloxon rétt fyrir eða þegar þú ert komin af stað í fæðingu. Ekki eru nægilegar uppslýsingar fyrir hendi um notkun lyfsins á meðgöngu.
Brjóstagjöf:
Látið lækni vita ef þér hefur verið gefið naloxon á meðan á brjóstagjöf stendur. Ekki er vitað hvort lyfið berst í brjóstamjólk.
Börn:
Engar upplýsingar.
Eldra fólk:
Engar upplýsingar.
Akstur:
Ekki aka bifreiða að minnsta kosti sólarhring frá því lyfið er tekið inn.
Áfengi:
Ekki drekka áfengi ef lyfið hefur verið notað.
Annað:
Naloxonhydrochlorid er forskriftarlyf lækna og því eru engar upplýsingar um lyfið í Sérlyfjaskrá.
Nánari upplýsingar
Nánari upplýsingar um lyfið er að finna í SPC texta og í fylgiseðli lyfsins, sem má finna á heimasíðu Sérlyfjaskrá. Ef upplýsingar hér stangast á við þær upplýsingar ber að fara eftir SPC texta lyfsins og/eða fylgiseðli.