V Ýmis lyf
Lyfin í þessum flokki eru af ýmsum toga og eiga fátt sameiginlegt. Þau eru úr öllum áttum og eiga það eitt sameiginlegt að ekki hefur verið hægt að flokka þau annað.
Lyfin í þessum flokki eru af ýmsum toga og eiga fátt sameiginlegt. Þau eru úr öllum áttum og eiga það eitt sameiginlegt að ekki hefur verið hægt að flokka þau annað.
Lýsing – hvers konar lyf tilheyra þessum flokki
Lyfin í þessum flokki eru af ýmsum toga og eiga fátt sameiginlegt. Þau eru úr öllum áttum og eiga það eitt sameiginlegt að ekki hefur verið hægt að flokka þau annað. Á lyfjaflokkinn mætti því líta á sem hálfgerða ruslakistu. Sum lyfin eru á mörkum þess að teljast lyf, en eru miklu frekar hjálparefni. Hér er meðal annars að finna ofnæmisvaka til afnæmingar, eða lækningar, við ofnæmissjúkdómum, lyf sem vinna á móti eitrunum og eituráhrifum frumueyðandi lyfja, vefjalím, leysi- og þynningarvökva, tæknileg hjálparefni, skuggaefni og geislavirk efni.
Saga
Wilhelm Conrad Röntgen var þýskur eðlisfræðiprófessor sem uppgötvaði röntgengeisla fyrstur manna þann 8. nóvember 1895 og tók fyrstu röntgenmyndina af hendi konu sinnar nokkrum dögum síðar. Ári síðar var geislavirkni efna uppgötvuð og 1898 uppgötvuðu Curie hjónin geislavirka frumefnið radín (radium). Bæði Röntgen og Curie hjónin hlutu Nóbelsverðlaun fyrir uppgötvanir sínar. Á grunni þessara uppgötvana hafa síðan röntgenrannsóknir og rannsóknir á geislavirkum efnum þróast. Allt frá því að Röntgen fann upp geislana, sem eru kenndir við hann, hefur sjálf röntgenmyndin lítið sem ekkert breyst, fyrir utan það að tæknin samhliða henni hefur þróast geysimikið og möguleikarnir eru þar af leiðandi mun fleiri en voru á árdögum röngtengeislanna. Notkun röntgengeislans er órofa þáttur í nútíma heilbrigðisþjónustu. Á hverju ári fara tugir þúsundir Íslendinga í rannsóknir og meðferð á röntgendeildum sjúkrahúsa og annarra heilbrigðisstofnana.
Verkunarmáti
Lyfin verka víðsvegar um líkamann. Sum þeirra ná um hann allan og önnur ná til afmarkaðra svæða eða líffæra. Afnæmingarmeðferð, sem í felst lækning á ofnæmissjúkdómum, hefur áhrif á ónæmiskerfið og leiðir til þess að frumurnar eru að störfum um allan líkamann. Leysi- og þynningarvökvar, sem eru gefnir í æð, berast líka um líkamann, ásamt lyfjum við eitrunum. Vefjalími er beint að tilteknu svæði og hefur ekki áhrif annars staðar, sama máli gegnir um hjálparefni sem notað er við liðaðgerðir; verkun þess nær aðeins til sprautustaðarins. Skuggaefni er hægt að gefa í æð og þá dreifist það um allan líkamann eða safnast fyrir í ákveðnum líffærum, allt eftir eiginleikum efnisins. Það er út af þessum eiginleikum sem hægt er að sprauta efninu beint, í t.d. liði eða þvagblöðru.
Sjá einnig undirflokka.
Algengar aukaverkanir
Lyfin verka víðsvegar um líkamann. Sum þeirra ná um hann allan og önnur ná til afmarkaðra svæða eða líffæra. Afnæmingarmeðferð, sem í felst lækning á ofnæmissjúkdómum, hefur áhrif á ónæmiskerfið og leiðir til þess að frumurnar eru að störfum um allan líkamann. Leysi- og þynningarvökvar, sem eru gefnir í æð, berast líka um líkamann, ásamt lyfjum við eitrunum. Vefjalími er beint að tilteknu svæði og hefur ekki áhrif annars staðar, sama máli gegnir um hjálparefni sem notað er við liðaðgerðir; verkun þess nær aðeins til sprautustaðarins. Skuggaefni er hægt að gefa í æð og þá dreifist það um allan líkamann eða safnast fyrir í ákveðnum líffærum, allt eftir eiginleikum skuggaefnisins. Það er út af þessum eiginleikum sem hægt er að sprauta efninu beint í líffæri, t.d. liði eða þvagblöðru.
Sjá einnig undirflokka.
Almennar leiðbeiningar um notkun
Nær öll lyfin eru einungis notuð á sjúkrastofnunum undir handleiðslu fagfólks. Snemma á 21. öldinni kom á markað lyf til inntöku við nefslímubólgu og tárabólgu af völdum grasfrjókornum. Lyfið er tekið daglega í 3 ár og ekki er nauðsynlegt að taka það á sjúkrastofnun, fyrir utan fyrsta skiptið, þá er lyfið tekið hjá lækni. Öllum lyfin hafa það sameiginlegt að þau eru notuð við ákveðnar kringumstæður og ekki að staðaldri.
Hvað ber að varast
Þar sem geislun er alltaf varasöm á að vega kosti röntgenmyndatöku, með eða án skuggaefna, vandlega gegn hugsanlegri áhættu henni samfara.
V01 Ofnæmisvakar (allergenar) til afnæmingar (hyposensitization) við ofnæmissjúkdómum
Þegar ofnæmisvaldur berst til líkamans með snertingu fer af stað flókið ferli í líkamanum með ofnæmisviðbrögðum og tilheyrandi ofnæmiseinkennum. Ónæmiskerfi líkamans hefur því hlutverki að gegna að verja okkur fyrir örverum, eins og bakteríum og veirum. Þetta gerir líkaminn með því að framleiða mótefni sem drepur eða skaðar örverurnar og þær verða hættulausar með öllu. Hjá ofnæmissjúklingum gerist hins vegar það að mótefnin ráðast líka á skaðlaus efni, svokallaða ofnæmisvalda. Flest öll efni geta verið ofnæmisvaldar og því eru engin takmörk sett fyrir því hverju er hægt að hafa ofnæmi fyrir. Mikilvægast alls er að reyna að finna út hvað það er sem veldur ofnæminu svo að hægt sé að forðast ofnæmisvaldinn.
Fyrir þá sem eru haldnir miklu ofnæmi, orsakavaldurinn er þekktur og ofnæmið háir verulega viðkomandi, er ákveðin meðferð reynd sem kallast afnæmingarmeðferð. Hún felst í því að gefa ofnæmisvakann með vissu millibili yfir ákveðið tímabil, kannski í 3-5 ár, í von um að líkaminn aðlagist og hætti að sýna viðbrögð við ofnæmisvakanum. Afnæmingarmeðferðin á alltaf að vera í höndum sérfræðinga í ofnæmis- og ónæmislækningum, enda er ekki farið út í hana nema brýna nauðsyn beri til. Ofnæmisviðbrögð gætu komið fram í þessari meðferð og örsjaldan gæti hún valdið ofnæmislosti. Mikilvægt er að vera undir eftirliti í 30 mínútur eftir lyfjagjöf.
Töflur til inntöku standa eru í flokkinum til að minnka ofnæmi af völdum grasfrjókornum hjá fullorðnum og börnum 5 ára og eldri. Meðferð með töflunum eru hafin að minnsta kosti 4 mánuðum fyrir grasfrjókornatímabilið. Til að ná langtímaverkun lyfsins er meðferðinni haldið áfram í 3 ár, en aðeins ef einkenni hafa batnað hjá viðkomandi á fyrsta frjókornatímabilinu.
V03 Önnur lyf til lækninga
Hérna flokkast lyf gegn eitrunum, lyf sem hamla á móti eituráhrifum frumueyðandi lyfja og að lokum vefjalím.
Við sumum lyfjum er til móteitur sem er hægt að gefa til að koma í veg fyrir áhrif lyfjanna. Verkjalyf af morfíntoga og benzódíazepínsambönd og flokkur róandi- og svefnlyfja eru dæmi um lyf sem eiga sér móteitur sem er notað á sjúkrahúsum við eitrunum og ofskömmtunar af völdum þessara lyfja. Morfínlyf eru oft gefin móður í fæðingu og þá er nýburanum gefið móteitur þess til að örva öndun hans, en morfínlyf virka slævandi á öndunina. Benzódíazepínsambönd eru notuð til að innleiða svæfingar fyrir aðgerðir og móteitur þeirra eru notað til að upphefja áhrif benzódíazepína að aðgerð lokinni. Helstu aukaverkanir áðurnefndra mótefna eru ógleði og uppköst.
Heparín er gefið til að þynna blóð og koma í veg fyrir blóðtappa. Hafi heparín verið gefið í röngum skömmtum gætu orðið alvarlegar blæðingar, en þær er hægt að stöðva með móteitri heparíns. Öll móteitur eru eingöngu meðhöndluð á sjúkrahúsum og þau eru öll gefin í æð.
Krabbameinslyfjum fylgja eituráhrif, jafnt á sjúkar frumur sem heilbrigðar. Stundum reynist nauðsynlegt að gefa annað lyf samhliða krabbameinslyfjunum sem dregur úr eituráhrifum lyfjanna á heilbrigðar frumur. Með krabbameinslyfjum og geislameðferð, sem er hvoru tveggja ætlað að vinna á krabbameini í þvagfærum, er gefið móteitur, og það dregur úr ertingu og skaða í þvagfærunum. Annað krabbameinslyf kallar á fólínsýru með sér, en aðeins þegar lyfið er gefið í stórum skömmtum og í þeim tilgangi að minnka eituráhrif krabbameinslyfsins á heilbrigðar frumur. Aukaverkanir af móteitri krabbameinslyfja eru afar sjaldgæfar.
Vefjalím er notað til að líma rofinn vef og að hindra blæðingar. Límið veitir þéttingu þegar vefir eru saumaðir og það festir saman sárayfirborð, beinhluta, taugar og æðar. Vefjalímið má líka nota til að fylla holrúm og líma mjúka vefi, hafi til dæmis lifur orðið fyrir áverkum. Aukaverkanir eru afar sjaldgæfar. Eins og stendur er vefjalím ekki skráð lyf á íslenskum markaði.
Öll lyfin sem hér hafa verið talin eru eingöngu notuð á sjúkrastofnunum.
V07 Ýmis óvirk efni
Leysi- og þynningarvökvar ásamt tæknilegum hjálparefnum flokkast hér.
Leysi- og þynningarvökvar eru saltlausnir eða hreint vatn. Vökvarnir eru notaðir til þess að leysa upp stungulyf eða mixtúrur, að skola sár og annað þvíumlíkt. Þeir eru eimaðir, síaðir og síðan sótthreinsaðir með hitun. Eftir þessa meðhöndlun eiga þeir að vera lausir við lifandi örverur. Saltlausnir gegna fleiri hlutverkum; þær sjá sjúklingum fyrir lífsnauðsynlegum þörfum sínum við að innbyrða salt og vatn.
Eitt hjálparefni er skráð hér og það nýtist í gerviliðaaðgerðum. Lyfinu er ætlað að festa gerviliði í bein, en það inniheldur einnig sýklalyf sem bætt er í efnið til að minnka líkur á sýkingu. Sýklalyfið síast smám saman úr hjálparefninu og er mælanlegt í allt að 6 mánuði á aðgerðarstað.
Lyfin sem hér hafa verið nefnd hafa ekki aukaverkanir, séu þau notuð rétt.
V08 Skuggaefni
Skuggaefni eru notuð við röntgenrannsóknir á hinum ýmsu líffærum, bæði hjá börnum og fullorðnum, í rannsóknum á þvagfærum, æðum og mænugöngum. Þau eru einnig notuð þegar athuga á hin ýmsu líkamsholrúm, eins og liði, brisgöng, gallgöng, munnvatnskirtla og leg og eggjaleiðara. Sum skuggaefni eru tekin inn við rannsókn á meltingarfærum. Þá er líka hægt að nota efnin í sneiðmyndatökum. Flest skuggaefni innihalda lífrænt bundið joð sem dreifist um æðar/vefi og gleypir í sig röntgengeislana. Með þessu móti er hægt að mynda líffæri og ákveðna líkamshluta. Ýmsir þungmálmar eru líka notaðir við röntgenmyndatökur. Við segulómun eru notuð skuggaefni sem innihalda ýmis frumefni. Sum þeirra nýtast til að bæta upplausnina og um leið fást betri myndir. Þá eru skuggaefni líka notuð við ómskoðanir til að ná fram áhrifameira bergmáli, sé merkið ekki nægilega sterkt, í þeim tilgangi að ná betri mynd. Aukaverkanir af völdum skuggaefna eru yfirleitt ekki alvarlegar. Ógleði og uppköst geta fylgt þeim ásamt hita- eða kuldatilfinningu, sársauka á stungustað og höfuðverk. Skuggaefni geta haft áhrif á blóðþrýsting, en það kemur þá alltaf í ljós stuttu eftir að efnið hefur verið gefið og varir ekki lengi.
V09 Geislavirk lyf til sjúkdómsgreiningar
Eins og nafnið gefur til kynna eru lyfin í þessum flokki notuð til að greina sjúkdóma. Einn jáeindaskanni er til staðar á Íslandi og eru geislavirku lyfin meðal annars notuð til að greina sjúkdóma með jáeindaskannanum. Geislavirk efni eiga það sameiginlegt að hafa stuttan helmingunartíma sem þýðir að þau brotna hratt niður og missa virkni sína. Af þeirri ástæðu eru lyfin framleidd á staðnum þar sem þau munu vera notuð svo þau verði ennþá virk þegar þau eru í líkamanum. Hvert geislavirkt lyf hefur sækni í ákveðinn vef, t.d. krabbamein, þá gefur efnið frá sér jáeindir þegar það binst vefnum sem jáeindaskannin svo greinir.
V10 Geislavirk lyf til lækninga
Lyf til meðferðar við krabbameini í blöðruháskirtil er eina skráða lyfið í þennan flokk eins og er.
V20 Umbúðir vegna skurðaðgerðaa
Sem stendur eru engin skráð sérlyf í þessum flokki.