Fræðslugreinar

Almenn fræðsla Lyfjainntaka : Ópíóíðar

Frá örófi alda hefur maðurinn leitað til náttúrunnar eftir hjálp við verkjum og veikindum. Smám saman lærðu menn að þekkja hverjar af þúsundum plantna voru eitraðar og hverjar gátu hjálpað þeim. Ópíum úr valmúaplöntunni er meðal elstu verkjastillandi efna sem uppgötvuð hafa verið og eru enn þann dag í dag mikið notuð.