Fræðslugreinar

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Húð : Veljum vel hvað við berum á húðina

Við notum húð- og snyrtivörur til að hreinsa, vernda og breyta lykt eða útliti líkama okkar, svo eitthvað sé nefnt. Sífellt fjölgar vörum á markaði og húðrútínur verða æ flóknari með hverju árinu. Það er skiljanlegt - við viljum flest vera besta útgáfan af okkur sjálfum.

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Húð : Eiga börn að tileinka sér flókna húð­umhirðu?

Við höfum flestöll orðið vör við nýja tískubylgju sem hefur vaxið stórlega síðustu tvö árin en vaxandi fjöldi barna og unglinga eru farin að tileinka sér mjög flókna húðrútínu. Börn allt niður í 7-8 ára aldur eru farin að sýna húðvörum mikinn áhuga og jafnvel óska eftir snyrtivörum og húðkremum í gjafir eða frá foreldrum sínum. Ástæðurnar fyrir þessari þróun eru nokkrar. 

Almenn fræðsla Húð : Andlits­nudd | Lyfting, mótun & heilnæm heilun

Andlitsnudd er tímalaus iðja sem sameinar forna visku og nútímavísindi. Að nudda andlitið hefur í för með sér djúpstæðan ávinning fyrir bæði útlit og almenna vellíðan. Með því að einblína á að lyfta og móta andlitið með sérstökum aðferðum, getum við virkjað sogæðakerfið, unnið með bandvefinn og losað bæði tilfinningalega og líkamlega spennu.

Almenn fræðsla Húð : Næring fyrir heilbrigða húð

Húðin okkar þarf á góðri næringu að halda til að viðhalda hlutverki sínu. Hún er í raun síðasta líffærið sem tekur til sín næringu. Fæðuval okkar getur því haft mikil áhrif á ásýnd hennar og heilsu. Vel nærð og heilbrigð húð getur gefið vel til kynna hvernig líkami þinn lítur út að innan og hvernig honum líður.

Almenn fræðsla Fræðslumyndbönd Húð : Sólarvarnir | hvaða innihaldsefni ber að varast?

Sunneva Halldórsdóttir er mastersnemi í Líf- og læknavísindum og með BS gráðu í lífeindafræði. Hún hefur tekið hér saman helstu upplýsingar um sólarvarnir, hvaða innihaldsefni skuli varast og hvers vegna. Einnig bendir hún á nokkrar vel valdar sólarvarnir sem Lyfja er að selja í dag.

Almenn fræðsla Húð : Bodyolog­ist húðvörur

Bodyologist húðvörurnar eru samsettar af nokkrum af bestu og vel skjalfestu, virku og áhrifaríkustu innihaldsefnunum, þar á meðal náttúrulegum innihaldsefnum. En sum innihaldsefnin örva og hjálpa hvert öðru. Vörurnar eru allar þróaðar þannig að þær styðja við náttúrulegt pH-gildi húðarinnar. 

Almenn fræðsla Húð : Húðrútína | Þroskuð húð

Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá Neostrata sem hentar einstaklega vel fyrir þroskaða húð.

Almenn fræðsla Húð : Húðrútína | Ung húð

Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðvörum frá CeraVe og húðlækningavörum frá Bioderma og Pharmaceris, sem eru sérstaklega góðar fyrir unga húð.

Almenn fræðsla Húð : Húðrútína | Viðkvæm húð

Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá La Roche-Posay, Bioderma og Eucerin, sem eru sérstaklega þróaðr fyrir viðkvæma húð.

Almenn fræðsla Húð : Húðrútína | Bólótt húð

Elín Hafsteinsdóttir snyrtifræðingur sýnir okkur góða húðrútínu með húðlækningavörum frá La Roche-Posay og Pharmaceris, sem eru sérstaklega þróaðr fyrir bólótta húð.

Almenn fræðsla Húð : Ekki láta lúsmý trufla sumarið/ferðalagið/útileguna!

Það fer eflaust ekki farið fram hjá neinum þegar lúsmýið er mætt á stjá og hefur dreift sér víða um land með tilheyrandi óþægindum og vandræðum. Lúsmý eru afar litlar, fínlegar og illa sýnilegar flugur sem finnast víða um land. 

Húð Næring : NÆRING

Holl næring styður við alhliða heilbrigði, veitir andlega og líkamlega vellíðan ásamt því að lengja líf og bæta. Fjölbreytt, lífræn og óunnin fæða er best fyrir líkamann okkar. Mundu að njóta matarins því það er hluti af leiknum.

Almenn fræðsla Húð : Húðrútína karla og kvenna

Oftast er talað um 6 húðgerðir og hér eru nokkur einkenni til að auðvelda þér að greina húðgerðina þína rétt.

Almenn fræðsla Húð : Forvarnir gegn lúsmýi

Lúsmý hefur náð fótfestu á Íslandi og er til vandræða einkum fyrripart sumars. Flugan er agnarsmá og getur því verið erfitt að greina hana með berum augum. Lúsmý heldur sig þar sem er skjól og skuggi. Það leggst til atlögu að nóttu til og verður fólk því ekki vart við bitin fyrr en kláði og bólga koma fram. Bitin eru ekki hættuleg en geta valdið talsverðum óþægindum sérstaklega ef þau eru mörg.

Almenn fræðsla Húð : Húðin og húðlyf

Húðin er stærsta líffæri líkamans og í henni finnast m.a. æðar, taugaendar, svitakirtlar, hársekkir o.fl. Hún er í þremur lögum (yfirhúð, leðurhúð og undirhúð). Mikilvægt er að passa vel uppá húðina og vernda hana eins og hægt er svo hún geti sinnt margvíslegum hlutverkum sínum.

Almenn fræðsla Húð : Sápur á kynfæri

Við val á sápu á viðkvæm svæði eins og kringum kynfæri, er best að velja milda sápu sem er án rotvarnarefna, parabena, ilmefna og alkóhóls. Sýrustig sápunnar skiptir miklu máli og best er að sýrustigið (pH) sé lágt. Sýrustig (pH skalinn) er frá 0 (súrt) og uppí 14 (basískt).

Almenn fræðsla Húð : Sólbruni og meðhöndlun hans

Ef húðin fær of mikla sól í of langan tíma og er ekki vel varin, getur hún brunnið. Mikilvægt er að vernda húðina eins og hægt er með sólvörn eða fötum sem hylja viðkvæm svæði á húðinni. Mælt er með því að nota sólvörn með SPF 30-50 (með UVA og UVB filter). 

Algengir kvillar Almenn fræðsla Húð Ofnæmi : Skordýra­bit | nokkur góð ráð

Reynt er að fyrirbyggja bit með skordýrafælandi spreyi eða með því að passa að hafa net í gluggum þegar lúsmý er mikið á ákveðnum tímum sumars. Ef skordýrið hefur skilið eftir sig brodd í húðinni er reynt að fjarlægja hann.

Almenn fræðsla Húð : Húðin

Mikilvægt er að passa vel upp á húðina, fylgjast með fæðingarblettum, nota sólarvörn og fyrirbyggja sprungur og sáramyndun eins og hægt er vegna þurrks/exems/húðsjúkdóma.

Almenn fræðsla Húð Krabbamein Taktu prófið : Taktu prófið: sortuæxli og önnur húðkrabbamein

Með því að þekkja orsakir og einkenni húðkrabbameina er hægt að bregðast fljótt við þegar lækning við sjúkdómnum er möguleg. Talið er að hægt væri að koma í veg fyrir um átta af hverjum tíu húðkrabbameinum ef allir færu eftir ráðleggingum um sólarvarnir og færu ekki í ljósabekki.

Almenn fræðsla Húð : Retinól

Retinól er eitt form af A-vítamíni og er afar þekkt innihaldsefni sem vinnur vel á öldrunareinkennum húðarinnar. Retinól er afar áhrifaríkt og virkt innihaldsefni sem finnst í snyrtivörum í dag til að draga úr öldrunareinkennum og vernda húðina gegn þeim.

Fræðslumyndbönd Húð : Sólarvörn er mikilvæg fyrir heilbrigði húðar

Dr. Ragna Hlín fjallaði um mikilvægi sólarvarna sem forvörn gegn uppkomu húðkrabbameina og ótímabærri öldrun húðarinnar og ráð til að viðhalda heilbrigðri húð á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju.

Almenn fræðsla Húð : Verum klár í sólinni og notum sólarvörn

"Nú er kominn sá árstími þegar fólk flykkist út til að njóta útiveru og sólar. Sólin gefur okkur kærkomna birtu og hlýju en einnig útfjólubláa geislun sem getur skaðað okkur ef við förum ekki varlega."

Almenn fræðsla Húð : Góð sólarvörn minnkar líkur á húðkrabbameini

Aðgát skal höfð í nærveru sólar á vel við þegar að tíðni sortuæxlis í heiminum eykst um 3-7 % á hverju ári. Án vafa eru nokkrar ólíkar orsakir fyrir þessari aukningu en líklega má kenna óvarlegri sólarnotkun þar um. 

Húð Krabbamein : Áhrif sólarinnar á húðina- myndbönd

Jenný Huld Eysteinsdóttir húðlæknir svarar þrettán spurningum um áhrif sólarinnar á húðina í þrettán stuttum myndböndum á vegum Krabbameinsfélagsins.

Almenn fræðsla Húð : 10 góð ráð fyrir heilbrigðari og frísklegri húð

Hugsum vel um stærsta líffærið okkar húðina, innan frá og utan, frá toppi til táar. Húðin gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum, hún ver okkur, heldur á okkur réttu hitastigi og skynjar umhverfið okkar. 

Almenn fræðsla Húð : Hvað er rósroði?

Rósroði er mjög algengur bólgusjúkdómur í húð sem lýsir sér oftast með roða, bólum, graftrarbólum æðaslitum og stundum þrota í andliti. Einkenni sjúkdómsins ganga venjulega í köstum og stundum versna einkennin eftir hver kast. Það er því mikilvægt að hefja meðferð snemma til þess að stemma stigu við frekari þróun sjúkdómsins. Meðferðin er fjölþætt og beinist að bæði æða og bólguþættinum.

Almenn fræðsla Húð : Af hverju fáum við rúsínuputta?

Náttúruleg olía sem kallast sebum þekur húð okkar. Olían er framleidd í fitukirtlum sem liggja nálægt hársekkjunum. Sebumolían verndar húðina, gefur henni raka og gerir hana vatnshelda ef svo má að orði komast.

Almenn fræðsla Húð : Rósroði - hvað er til ráða?

Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir sérfræðingur í húðsjúkdómum hjá Húðlæknastofunni fjallaði um rósroða á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju í júní 2021.

Almenn fræðsla Húð : Efni sem húðlæknar mæla með til að viðhalda unglegri húð og forðast ótímabæra öldrun húðarinnar

Húðlæknar á Húðlæknastöðinni mæla með ákveðnum efnum til að fá heilbrigða og frísklega húð. Kynntu þau þér þau í þessari grein.

Almenn fræðsla Húð : Efni sem húðlæknar mæla með gegn ólíukenndri eða bólóttri húð

Húðlæknar á Húðlæknastöðinni mæla með ákveðnum efnum fyrir ólíukennda eða bólótta húð. Kynntu þau þér þau í þessari grein.

Húð : Neostrata húðvörur - þróaðar af húðlæknum

NEOSTRATA húðvörur eru þróaðar af húðlæknum og framleiddar eftir ströngustu gæðakröfum. Húðvörurnar eru ekki prófaðar á dýrum, innihalda hvorki ilmefni né litarefni og eru ofnæmisprófaðar.

Almenn fræðsla Húð : Bólur - hvað er til ráða?

Arna Björk húðsjúkdómalæknir fjallaði um bólusjúkdóm í húðinni eða acne á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju. Bólur eru mjög algengar og eitthvað sem flestir þurfa að kljást við einhvern tímann á lífsleiðinni. 

Hreyfing Húð Vörukynningar : Hvað er tíðabikar?

Tíðabikar er heilsusamlegri, auðveldari og umhverfisvænni kostur á tíðablæðingum. Hann er úr mjúku silikoni sem hægt er að nota aftur og aftur á meðan blæðingar standa yfir. Bikarinn safnar tíðablóðinu í stað þessa að sjúga það upp eins og t.d tíðartappar virka. Bikarinn má nota í allt að 12 tíma í senn.

Almenn fræðsla Húð Krabbamein : Áhrif krabbameinslyfjameðferðar á húð og slímhúð

Mikilvægt er að huga að húðumhirðu fyrir og samhliða krabbameinsmeðferð til að forðast erfiðar aukaverkanir.

Húð Uppskrift : Uppskriftir með Feel Iceland kollageni

Fjórar uppskriftir sem innihalda kollagen; Hresssandi Kollagen- og bláberjasmoothie, Kollagen súkkulaðibúðingur, Kollagen Chiagrautur og Bleikur kollagendrykkur.

Húð Vörukynningar : Compeed hælsæris- og blöðruplástrar

Það að fá blöðru eða hælsæri á fæturnar getur verið sársaukafullt ef ekki er brugðist við í tíma. Compeed hælsæris- og blöðruplástrarnir koma í veg fyrir og lina sársaukann ef sár hefur þegar komið á fætur eða tær.

Almenn fræðsla Húð : Hagnýt ráð í sólinni

Útfjólublá geislun sólar getur valdið margvíslegum skaða og eykur hættu á húðkrabbameini. Á Íslandi er sólin sterkust í júní og júlí en huga þarf að sólarvörnum frá miðjum apríl og fram í seinnipart september. Þessa dagana er sólin sterk og mikilvægt að verja sig. Nokkur góð ráð frá Krabbameinsfélaginu.