10 góð ráð fyrir heilbrigðari og frísklegri húð
Hugsum vel um stærsta líffærið okkar húðina, innan frá og utan, frá toppi til táar. Húðin gegnir mikilvægum sérhæfðum hlutverkum, hún ver okkur, heldur á okkur réttu hitastigi og skynjar umhverfið okkar.
- Notaðu breiðvirka sólarvörn með a.m.k. SPF 30. Áætlað er að 90% þeirra breytinga í húðinni semvið álítum tilkomnar vegna öldrunar séu í raun vegna skemmda af völdum sólarinnar.
- Þrífðu húðina kvölds og morgna. Mikilvægt er að hreinsa burt förðunarvörur, óhreinindi, sólarvörn og mengun sem situr á húðinni yfir daginn og ýta undir frekari skemmdir á húðfrumum.
- Notaðu rakakrem daglega sem hentar húðtegund þinni. Olíulaust krem ef þú ert með olíukennda húð en olíuríkt rakakrem ef þú ert með þurra húð.
- Notaðu húðvörur sem innihalda adoxunarefni t.d C-vítamín, E-vítamín og Ferrulic sýru. Þau hægja á niðurbroti húðarinnar.
- Notaðu virkar húðvörur á kvöldin, retinól ef þú þolir eða ávaxtasýrur.
- Ekki fara í ljós. Útfjólubláu geislarnir í perum lampanna eru alveg jafn skaðlegir og geislar sólarinnar, stundum jafnvel verri. Notaðu frekar brúnkukrem.
- Borðaðu holla og fjölbreytta fæðu. Mikið af grænmeti og ávöxtum og drekktu nóg af vatni. Reyndu að halda sykurneyslu í lágmarki.
- Stundaðu einhverja hreyfingu daglega.
- Ekki reykja og neyttu áfengis í hófi. Reykingar hraða öldrun húðarinnar og gefa okkur fleiri hrukkur og gráan litarblæ á húðina. Áfengi þurrkar húðina og með tímanum getur það aukið öldrun húðarinnar.
- Fáðu nægan svefn og dragðu úr streitu. Rannsóknir hafa sýnt að þessir tveir þættir skipta miklu máli til að fyrirbyggja öldrun húðarinnar.
Lyfja er í góðu samstarfi við Húðlæknastöðina. Á Húðlæknastöðinni starfa færir húðlæknar og sérhæft starfsfólk með menntun á heilbrigðissviði við bæði húðlækningar og lýtahúðlækningar.