Neostrata húðvörur - þróaðar af húðlæknum

Húð

NEOSTRATA húðvörur eru þróaðar af húðlæknum og framleiddar eftir ströngustu gæðakröfum. Húðvörurnar eru ekki prófaðar á dýrum, innihalda hvorki ilmefni né litarefni og eru ofnæmisprófaðar.

Neostrata húðvörur innihalda efni sem kallast ávaxtasýrur, en rannsóknir sýna að þær hafa verulega bætandi áhrif á húðina. AHA-sýrur (alpha-hydroxy acids) og PHA (poly-hydroxy acids) eru einstakir rakagjafar og flýta fyrir endurnýjun húðfrumanna. Á þann hátt vinna Neostrata húðvörurnar gegn ótímabærri öldrun húðarinnar, þurrki og skemmdum í húð af völdum sólarljóss.

Neostrata húðvörurnar gefa húðinni jafnari hörundslit, heilbrigt og frísklegt yfirbragð.

  • Neostrata húðvörurnar eru þróaðar af húðlæknum og framleiddar eftir ströngustu gæðakröfum.
  • Húðvörurnar eru ekki prófaðar á dýrum, innihalda hvorki ilmefni né lit og eru ofnæmisprófaðar.

Þær Neostrata húðvörur sem innihalda sterka AHA-sýru (glycolic acid) hafa um árabil verið notaðar af húðlæknum með góðum árangri við ýmsum húðvandamálum. Þessar húðvörur innihalda 8-15% AHA-sýru (glycolic acid) og fást í apótekum gegn ávísun frá lækni. Húðlæknar veita auk þess áhrifaríkar sýrumeðferðir með allt að 70% styrk. Efnin komast dýpra inn i húðina og örva nýmyndun bandvefs sem oft leiðir til þess að yfirborð húðarinnar verður sléttara og fínlegra.

Skin Active
Frábærar vörur með öflugum innihaldsefnum sem eru hannaðar til að veita mikil sýnileg áhrif sem aukast með tímanum. Í vörulínunni eru innihaldsefni sem gjarnan eru sett saman í “klasa” til að meðhöndla fjölbreytt vandamál sem koma fram með aldrinum. Í þessari sérstöku vörulínu eru vörur sem gera við húðskemmdir og gera húðina stinnari. Vörurnar eru hannaðar til að draga úr sýnilegum línum og hrukkum og bæta upp skort á stinningu húðar og slappa húð. Í öllum vörunum eru öflug og góð innihaldsefni sem sannað hafa notagildi sitt, þar á meðal retinól, Aminofil® og NeoGlucosamine®.

Correct
Vörulína með öflugum efnum sem vinna gegn öldrun, svo sem retinóli, hýalúronsýru, peptíðumog alfa-hýdroxýsýru, sem vinna gegn tilteknum aldurstengdum vandamálum. Vörulínan vinnur gegn fínum línum og hrukkum, bætir yfirbragð húðarinnar og jafnar húðlit.

Restore
Sérstök vörulína með mildum en áhrifaríkum pólý-hýdroxýsýrum, sem henta jafnvel viðkvæmustu húð. Þessar pólý-hýdroxýsýrur hjálpa til við að vernda rakavarnarlag húðarinnar, efla andoxandi eiginleika hennar og örva væga flögnun. Kjörin fyrir allar húðgerðir, einkum viðkvæma og auðertanlega húð.

Clarify
Vörulína fyrir erfiða húð, svo sem feita eða bólusækna húð. Vörurnar nýta flögnunaráhrif glýkólsýru og möndlusýru ásamt NeoGlucosamine® til að hreinsa yfirborð húðarinnar og gefa henni slétt og heilbrigt yfirbragð.

Defend
Vörulína með sólarvarnarvörum sem einnig vinna gegn öldrun. Í vörulínunni eru breiðvirk UVA/UVB sólarvarnarefni og andoxandi efni sem verja húðina gegn sólarljósi og umhverfisálagi og gefa henni heilbrigt útlit.

Enlighten
Einstök vörulína sem beinist að fjölbreyttum vandamálum varðandi hreinleika og mislitun húðarinnar. Vörurnar beinast að fjölbreyttum orsökum mislitunar og innihalda öflug efni sem lýsa húðina, svo sem C-vítamín, níasínamíð, öflugt andoxandi efni sem er að finna í kryddinu túrmerik, retinól og NeoGlucosamine® og jafna lit húðarinnar og láta hana ljóma. Kjörið fyrir þá sem leita að meðferð við sýnilegri mislitun, ójöfnum húðlit og dökkum blettum.

Resurface
Vörulína sem virkjar orkuna í miklu magni af alfa-hýdroxýsýrum til að slétta og fága yfirborð húðarinnar með markvissri flögnun hennar. Í þessum vörum er Smart Amphoteric Complex, aðferð til að losa virk efni smám saman til að hámarka það sem húðin þolir, þó notaður sé mikill styrkur af alfa-hydroxýsýrum. Þessar vörur valda flögnun efsta frumulags húðarinnar og afhjúpa þannig heilbrigð og lifandi lög hennar. Vörurnar hjálpa til við að lágmarka fínar línur, draga úr sýnilegum svitakirtlum og gefa húðinni slétta áferð og heilbrigt útlit.

Mælt er með að ráðfæra sig við húðlækni fyrir notkun vara úr Resurface línunni vegna hás styrkleika AHA sýra.

Þú færð Neostrata húðvörurnar í apótekum og netverslun LYFJU.

239801508_3041758236148186_7970658650084035248_n