Rósroði - hvað er til ráða?

Almenn fræðsla Húð

Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir sérfræðingur í húðsjúkdómum hjá Húðlæknastofunni fjallaði um rósroða á lifandi streymi á facebooksíðu Lyfju í júní 2021.

https://www.youtube.com/watch?v=k4-ghFN0nMM

Rósroði er langvarandi bólgusjúkdómur í andliti og er sérstaklega algengur á Íslandi. Jenna Huld fer yfir einkenni sjúkdómsins og hvað ber að varast en það eru fjölmargir umhverfisþættir sem geta gert sjúkdóminn verri eins og t.d. sólin. Dr. Jenna Huld fjallar einnig um það hvernig hægt er að meðhöndla sjúkdóminn og halda einkennum niðri.

Dr. Jenna Huld Eysteinsdóttir er sérfræðingur í húð- og kynsjúkdómum, með doktorspróf frá Háskóla Íslands. Hún starfar á Húðlæknastöðinni Smáratorgi þar sem hún sinnir öllum helstu húðvandamálum, meðal annars greiningu og meðferð húðkrabbameina, ráðgjöf um viðhald heilbrigðrar húðar og veitir meðferðir til að draga úr aldurstengdum breytingum. Hún er einnig aðjúnkt við Háskóla Íslands og sinnir rannsóknum tengdum húðsjúkdómum. Húðlæknastöðin er leiðandi á sviði meðfera gegn ótímabærri öldrun húðarinnar og er með öfluga laser-og meðferðardeild.

www.hudlaeknastodin.is

 1350x350-copy-4